RECENT ACTIVITY
Síðasti pistillinn í röð um reykjavíkurfárviðri:
Nóvember
Hlýtt var á landinu í nóvember. Mjög úrkomusamt var sunnanlands og nyrðra var úrkoma einnig ofan meðallags víða. Tíð var talin mjög hagstæð og veðragóð um mikinn hluta landsins, en veður var samt harla þungbúið og drungalegt lengst af. Meðalhiti í Reykjavík mældist 3,5 stig og er það 2,4 stigum ofan meðallags áranna 1961 til 1990, en 0,9 stigum ofan meðallags síðustu tíu ára. Á Akureyri var meðalhitinn 3,0 stig, 3,4 stigum ofan meðallags 1961 til 1990 og 2,3 stigum o...fan meðallags síðustu tíu ára. Að tiltölu var hlýjast norðaustanlands, 2,4 stigum ofan meðallags síðustu tíu ára í Svartárkoti. Kaldast að tiltölu var undir Eyjafjöllum þar sem hiti var í meðallagi síðustu tíu ára.
Hlýtt var á landinu í nóvember. Mjög úrkomusamt var sunnanlands og nyrðra var úrkoma einnig ofan meðallags víða. Tíð var talin mjög hagstæð og veðragóð um mikinn hluta landsins, en veður var samt harla þungbúið og drungalegt lengst af. Meðalhiti í Reykjavík mældist 3,5 stig og er það 2,4 stigum ofan meðallags áranna 1961 til 1990, en 0,9 stigum ofan meðallags síðustu tíu ára. Á Akureyri var meðalhitinn 3,0 stig, 3,4 stigum ofan meðallags 1961 til 1990 og 2,3 stigum o...fan meðallags síðustu tíu ára. Að tiltölu var hlýjast norðaustanlands, 2,4 stigum ofan meðallags síðustu tíu ára í Svartárkoti. Kaldast að tiltölu var undir Eyjafjöllum þar sem hiti var í meðallagi síðustu tíu ára.
Úrkoma var víða mjög mikil um landið sunnanvert, á fáeinum stöðvum meiri en áður er vitað um í nóvember. Á nokkrum stöðvum norðaustan- og austanlands var úrkoma undir meðallagi, en ekki mikið. Úrkoman í Reykjavík mældist 127,4 mm, sjónarmun minni en í nóvember í fyrra en þá mældist hún 129,0 mm. Þetta er 75 prósent umfram meðallag en þó langt frá nóvembermetinu 1993, en þá mældist úrkoman í Reykjavík 259.7 mm. Á Akureyri mældist úrkoman nú 94,4 mm, einnig rúm 70 prósent umfram meðallag og það mesta í nóvember síðan 2012.
Sólskinsstundir í Reykjavík mældust aðeins 18, um helmingur meðaltals. Sólskinsstundir eru aldrei margar í skammdeginu, en hafa þó ekki verið færri í nóvember en nú síðan 1993. Fæstar voru sólskinsstundirnar í nóvember í Reykjavík 1956, aðeins 4,6.
Haustið (október og nóvember)
Haustið hefur verið sérlega hlýtt á landinu, það næsthlýjasta sem vitað er um í Reykjavík. Talsvert hlýrra var 1945, en 1941 var hiti aðeins sjónarmun lægri en nú. Á Akureyri er haustið hins vegar það langhlýjasta frá upphafi samfelldra mælinga. Meðalhiti var 5,2 stig. Næsthlýjast var 1920 (nokkuð óáreiðanlegar mælingar) 4,6 stig og einnig 4,6 stig 1945 (áreiðanlegar mælingar). Mjög úrkomusamt hefur verið í haust. Samanlögð úrkoma október og nóvembermánaða hefur aldrei mælst meiri í Reykjavík en nú, 334,3 mm, en var þó nánast sú sama 1956 (332,6 mm) og 1958 (325,8 mm). Úrkoma þessara mánaða mældist 383 mm á Vífilsstöðum 1912. Október var í þurrara lagi á Akureyri þannig að þrátt fyrir úrkomusaman nóvember þar er ekki um nein haustmet að ræða. Sólskinsstundir hafa ekki mælst jafnfáar að hausti í Reykjavík síðan 1945, en voru ámótafáar 1956.
See MoreSólskinsstundir í Reykjavík mældust aðeins 18, um helmingur meðaltals. Sólskinsstundir eru aldrei margar í skammdeginu, en hafa þó ekki verið færri í nóvember en nú síðan 1993. Fæstar voru sólskinsstundirnar í nóvember í Reykjavík 1956, aðeins 4,6.
Haustið (október og nóvember)
Haustið hefur verið sérlega hlýtt á landinu, það næsthlýjasta sem vitað er um í Reykjavík. Talsvert hlýrra var 1945, en 1941 var hiti aðeins sjónarmun lægri en nú. Á Akureyri er haustið hins vegar það langhlýjasta frá upphafi samfelldra mælinga. Meðalhiti var 5,2 stig. Næsthlýjast var 1920 (nokkuð óáreiðanlegar mælingar) 4,6 stig og einnig 4,6 stig 1945 (áreiðanlegar mælingar). Mjög úrkomusamt hefur verið í haust. Samanlögð úrkoma október og nóvembermánaða hefur aldrei mælst meiri í Reykjavík en nú, 334,3 mm, en var þó nánast sú sama 1956 (332,6 mm) og 1958 (325,8 mm). Úrkoma þessara mánaða mældist 383 mm á Vífilsstöðum 1912. Október var í þurrara lagi á Akureyri þannig að þrátt fyrir úrkomusaman nóvember þar er ekki um nein haustmet að ræða. Sólskinsstundir hafa ekki mælst jafnfáar að hausti í Reykjavík síðan 1945, en voru ámótafáar 1956.
Nú (29. nóvember) má heita fullvíst að haustið (október og nóvember) verður það hlýjasta sem nokkru sinni er vitað um á öllu Norður- og Austurlandi. Nóvember er í hópi þeirra 10 til 20 hlýjustu um land allt og árið stefnir í að verða eitt af tíu hlýjustu árum hérlendis - hugsanlega nær það inn á topp-fimm á einhverjum stöðvum - en kaldur desember gæti auðvitað sett strik í ársreikninginn - eins og gerðist t.d. 2011.
Þetta er búið að vera sérkennilegt ár. Fyrstu fimm mánuðirnir mjög kaldir og stefndi þá í eitt kaldasta árið á öldinni en síðan hlýnaði með október sem metmánuð. Nú er nóvember að verða liðinn og enn er óvenjuhlýtt. Spáin fyrir byrjun desember er einnig hitaspá svo allt stefnir í það að árið verði með þeim hlýjustu á öldinni.
Sama má segja um úrkomuna. Þar er árið einnig mjög kaflaskipt. Framan af óvenju þurrt en síðan met úrkoma er líða tók á árið (enn og aftur í október).
Eitthvað virðast vindmælingar Veðurstofunnar vera brenglaðar og erfitt að fá áreiðanlegar upplýsingar þaðan en segja má að þar gildi það sama. Met rokár!
Þetta hefur þannig verið metár í öfgum - en heilt yfir ágætt fyrir gróður og líklega einnig fyrir mann- og dýralífið.
Sama má segja um úrkomuna. Þar er árið einnig mjög kaflaskipt. Framan af óvenju þurrt en síðan met úrkoma er líða tók á árið (enn og aftur í október).
Eitthvað virðast vindmælingar Veðurstofunnar vera brenglaðar og erfitt að fá áreiðanlegar upplýsingar þaðan en segja má að þar gildi það sama. Met rokár!
Þetta hefur þannig verið metár í öfgum - en heilt yfir ágætt fyrir gróður og líklega einnig fyrir mann- og dýralífið.
OLDER
Tilvísun í tveggja ára gamlan pistil hungurdiska:
Nú er runninn upp sá tími árs að sumir erlendir veðurfréttamiðlar tala stöðugt um það sem nefnt er „the polar vortex“. Sumir pistlarnir eru fróðlegir og gagnlegir, en fullalgengt er þó að alls konar misskilningur ráði ríkjum - allt yfir í hreina dellu. Ekki er gott fyrir óvana að greina þarna á milli. - Ritstjóri hungurdiska mun vonandi við tækifæri fjalla eitthvað um umræðuna eins og hún verður á næstunni (já, það er hægt að ...spá einhverju um hana) - en þangað til verður upprifjun á 2 ára gömlum pistli að duga lesendum.
Nú er runninn upp sá tími árs að sumir erlendir veðurfréttamiðlar tala stöðugt um það sem nefnt er „the polar vortex“. Sumir pistlarnir eru fróðlegir og gagnlegir, en fullalgengt er þó að alls konar misskilningur ráði ríkjum - allt yfir í hreina dellu. Ekki er gott fyrir óvana að greina þarna á milli. - Ritstjóri hungurdiska mun vonandi við tækifæri fjalla eitthvað um umræðuna eins og hún verður á næstunni (já, það er hægt að ...spá einhverju um hana) - en þangað til verður upprifjun á 2 ára gömlum pistli að duga lesendum.
Rétt er að minna á að aðalveggur hungurdiska er ekki endurvarpsstöð heldur birtir hann nær eingöngu fréttir eða fréttaskýringar sem ekki birtast í öðrum fjölmiðlum. Lausum tenglum í erlendar fréttir er eytt - nema að eftirfarandi skilyrðum sé fylgt (öðru eða báðum): a) fréttin tengist Íslandi á beinan hátt, b) sá félagi hungurdiska sem límir á vegginn skrifi skýringar frá eigin brjósti með tenglinum - hvort hún er runnin frá honum sjálfum eða hvers vegna hann telur fréttina mikilvæga. Hungurdiskar eiga annan vettvang fyrir límingar - hópana fimbulvetur og svækjusumar þar sem líma má veðurtengdatenglafréttir að vild - bæði vit og dellu.
En hér er gamli pistillinn um „the polar vortex“:
See MoreEn hér er gamli pistillinn um „the polar vortex“:
Enn bætist við reykjavíkurofviðrin - nú 5. mars 1938.
Enn í reykjavíkurfárviðraham - nú í febrúar 1941 - og enn muna sumir það veður:
Mjög hlýtt loft fór yfir landið í dag - smápistill þar um:
http://trj.blog.is/blog/trj/entry/2185339/
http://trj.blog.is/blog/trj/entry/2185339/
Enn heldur reykjavíkurfárviðraferðalagið áfram aftur í tímann - nú er komið við í janúar 1942 - næst verður það svo febrúar 1941:
Eftir 20 fyrstu daga nóvembermánaðar er meðalhiti í Reykjavík 4,0 stig, 2,4 stigum ofan meðallags sömu daga 1961 til 1990 en 0,7 ofan meðallags síðustu tíu ára. Á Akureyri er meðalhitinn 3,5 stig, vikin öllu meiri en í Reykjavík, +3,5 og +2,3 stig.
Hitinn í Reykjavík er í 7. sæti (af 16 á þessararaldarlistanum), en í því 23. á 141-árs listanum.
Ársmeðalhitinn í Reykjavík til þessa er í 5. hæsta sæti á 68-ára listanum, en í því 6. hæsta á Akureyri. Á Dalatangi er árið nú í ...3. hlýjasta sæti á sama lista. - Bilið upp í toppsætin er nokkuð og þarf afgangur ársins að verða talsvert hlýrri en að meðaltali eigi árið að ná enn hærri sætum á þessum listum - en á samt sæmilegan möguleika á að verða eitt af tíu hlýjustu árum sem vitað er um.
Hitinn í Reykjavík er í 7. sæti (af 16 á þessararaldarlistanum), en í því 23. á 141-árs listanum.
Ársmeðalhitinn í Reykjavík til þessa er í 5. hæsta sæti á 68-ára listanum, en í því 6. hæsta á Akureyri. Á Dalatangi er árið nú í ...3. hlýjasta sæti á sama lista. - Bilið upp í toppsætin er nokkuð og þarf afgangur ársins að verða talsvert hlýrri en að meðaltali eigi árið að ná enn hærri sætum á þessum listum - en á samt sæmilegan möguleika á að verða eitt af tíu hlýjustu árum sem vitað er um.
Í þessum mánuði hefur að tiltölu verið hlýjast í Grímsey, hiti þar er +2,5 stigum ofan meðallags síðustu tíu ára, en kaldast á Fagurhólsmýri þar sem hitinn það sem af er mánuði hefur verið -0,2 undir meðallaginu.
Úrkoma hefur verið mjög mikil í Reykjavík, - sú mesta sömu nóvemberdaga á þessari öld, en fyrr á tíð hefur hún 14 sinnum verið meiri en nú. - Úrkoma er í meðallagi á Akureyri.
Sólskinsstundir eru mjög fáar - og hafa aðeins 6 sinnum verið færri - sé mark takandi á 100-ára samanburðarlista hungurdiska.
See MoreÚrkoma hefur verið mjög mikil í Reykjavík, - sú mesta sömu nóvemberdaga á þessari öld, en fyrr á tíð hefur hún 14 sinnum verið meiri en nú. - Úrkoma er í meðallagi á Akureyri.
Sólskinsstundir eru mjög fáar - og hafa aðeins 6 sinnum verið færri - sé mark takandi á 100-ára samanburðarlista hungurdiska.
Ætli það sé ekki fleira skakkt en hitaspárnar hjá Veðurstofunni. Mér sýnist nú vinda"spárnar" hafa verið illa skakkar dag eftir dag að undanförnu. Samt ná þær yfirleitt bara yfir næstu klukkustundirnar. Er virkilega ekki hægt að vanda sig betur með þetta eða er mönnum alveg sama þó að fólk fái rangar upplýsingar. Það fylgist hvort sem er enginn með veðurspám nútildags?
Svo má auðvitað spyrja sig og aðra hvað menn séu eiginlega að reykja þarna.
Svo má auðvitað spyrja sig og aðra hvað menn séu eiginlega að reykja þarna.
Áframhald reykjavíkurfárviðrapistla - þessu man nú enginn eftir - en með fylgir líka lúmskur fróðleikur um vindkvarða - fyrir þá sem nenna að lesa meira:
Kaldur vetur framundan? Norskur sérfræðingur talar um að kalt sé framundan í Suður-Skandinavíu og Danmörku þennan veturinn. Ástæðan sé fellibylurinn Nicole sem í lok október hafi raskað vestanvindakerfinu gjörsamlega.
Við getum kannski huggað okkur við það að á meðan kalt er á Norðurlöndunum er yfirleitt hlýtt hér (og öfugt) en hver veit hvað gerist á þessum óvenjulegum tímum:
Við getum kannski huggað okkur við það að á meðan kalt er á Norðurlöndunum er yfirleitt hlýtt hér (og öfugt) en hver veit hvað gerist á þessum óvenjulegum tímum:
Enn halda Reykjavíkurfárviðrin áfram - nú þann 7. janúar 1952 - rifjast í leiðinni upp fárviðri austanlands nærri 2 sólarhringum síðar:
Ekki komst hitinn í 10 stig á Veðurstofutúni í dag (föstudag 11. nóvember) - gerði það reyndar á Reykjavíkurflugvelli - . Dægurmet í Reykjavík í nóvember eru öll ofan 10 stiga - nema eitt. Ekki er vitað til þess að hitinn þann 23. hafi nokkru sinni náð 10 stigum á stöðinni. Ellefu stig eru sjaldséðari - en þó er dægurmet 15 daga í nóvember 11,0 stig eða meira og 4 dagar eiga 12,0 stig eða meira - og æ, æ, nóvemberhitametið í Reykjavík er 12,6 stig - sett þann 19. árið 1999. Æ,æ? Jú, sama dag fór hitinn á sjálfvirku stöðinni nefnilega í 13,2 stig - hvor talan er nú Reykjavíkurnóvembermetið? Kvikasilfurshitamælingar eru að leggjast af - .
Hér er svo pistill í reykjavíkurfárviðraflokknum - í þetta sinn 5. janúar 1952.
Eirikur Thor shared Girin Emmanuel's photo.
Akrafjall
Girin Emmanuel to ICELAND THE PHOTOGRAPHER'S PARADISE
Skyfall over Akrafjall
Grundartangi viewed from Hvalfjardarvegur
Grundartangi viewed from Hvalfjardarvegur
Það má líta á stöðuna nú þegar þriðjungur nóvembermánaðar er liðinn. Meðalhiti í Reykjavík er 5,3 stig, 1,7 stigi ofan meðallags sömu daga síðustu tíu ára. Þetta er fjórðihæsti hiti sama tíma á öldinni, en í 14. sæti á langa listanum [hlýjast 1945, 8,2 stig, kaldast 1899, -4,0 stig].
Á Akureyri er meðalhitinn 4,1 stig, 2,3 stigum ofan meðallags síðustu tíu ára, og í 14. sæti á lista sem nær aftur til 1936.
Stykkishólmshitinn er í 8. sæti á sínum langa lista.
...
Á Akureyri er meðalhitinn 4,1 stig, 2,3 stigum ofan meðallags síðustu tíu ára, og í 14. sæti á lista sem nær aftur til 1936.
Stykkishólmshitinn er í 8. sæti á sínum langa lista.
...
Úrkoma í Reykjavík hefur mælst 45,2 mm - þriðjung umfram meðalúrkomu sömu daga síðustu tíu ár, sjöttamesta úrkoma sama tíma á öldinni (af 16). Á Akureyri hefur hún mælst aðeins 2,4 mm, tíundihluti meðalúrkomu sama tíma síðustu tíu árin (- var engin á sama tíma 1942 og 1980).
Sólskinsstundafjöldi í Reykjavík er nærri botni, í 97. sæti af 101.
Ársmeðalhitinn í Reykjavík til þessa er enn í 6,5 stigum, í 5. til 6. hæsta sæti á 68-ára listanum, 0,4 stig frá toppnum (2003). Akureyrarársmeðalhitinn er nú kominn upp í 7. sæti á sama lista - hefur borið furðuhratt upp á við. Á Dalatangi er hitinn í fjórðaefsta sæti. - En enn eru 50 dagar rúmir til áramóta og möguleikar á sætasveiflum töluverðir.
See MoreSólskinsstundafjöldi í Reykjavík er nærri botni, í 97. sæti af 101.
Ársmeðalhitinn í Reykjavík til þessa er enn í 6,5 stigum, í 5. til 6. hæsta sæti á 68-ára listanum, 0,4 stig frá toppnum (2003). Akureyrarársmeðalhitinn er nú kominn upp í 7. sæti á sama lista - hefur borið furðuhratt upp á við. Á Dalatangi er hitinn í fjórðaefsta sæti. - En enn eru 50 dagar rúmir til áramóta og möguleikar á sætasveiflum töluverðir.
Samkvæmt norsku langtímaspánni mun ekki frysta í Reykjavík fyrr en 16. nóvember. Myndi það nægja til að jafna frostleysistímabilið 1939 að lengd?
Enn eitt reykjavíkurfárviðrið úr fortíðinni:
Fáeinir nördamolar um hæsta hita í nóvember (- en í raun endurtekið efni):
Nú er komið hið dásamlegasta síðhaustveður eða eigum við kannski að segja vetrarbyrjun? Mest 17,6 stig í dag á landinu sem er örugglega eitthvað nálægt hitameti mánaðarins.
Að vísu eru smá aukaverkanir með þessum hlýindum, sem sé rok og rigning hér á suðvesturhorninu, með kvöldinu, en hvað með það. Er það ekki hitinn sem telur?
Að vísu eru smá aukaverkanir með þessum hlýindum, sem sé rok og rigning hér á suðvesturhorninu, með kvöldinu, en hvað með það. Er það ekki hitinn sem telur?
Gott kvöld. Hef verið mikill veðuráhugamaður frá barnæsku og fylgist grannt með veðurspám og er svo sannarlega til í smá aukaupplýsingar og fróðlegar umræður hér í þessum hóp:-)
Nóvember fer hlýlega af stað - hiti í Reykjavík fyrstu fimm dagana er í 7. sæti (af 16) á nýaldarlistanum, 4,7 stig - en í því 28. á 140-áralistanum. Úrkoman er líka í 7. sæti sömu nóvemberdaga á þessari öld, en í 34. sæti á langa listanum. Sólskinsstundafjöldinn er í 90. sæti af 100. - Þetta segir auðvitað ekkert um það hvernig mánuðurinn verður.
Ársmeðalhitinn til þessa í Reykjavík er enn í 5.-6. sæti á 68-áralistanum, stendur nú í 6,5 stigum. 2003 og 2010 eru á toppnum í ...6,9 stigum. Lægst sem fyrr er 1979 í 3,4 stigum. - Líklegt hitahrap til áramóta er á bilinu 0,6 til 1,0 stig.
Ársmeðalhitinn til þessa í Reykjavík er enn í 5.-6. sæti á 68-áralistanum, stendur nú í 6,5 stigum. 2003 og 2010 eru á toppnum í ...6,9 stigum. Lægst sem fyrr er 1979 í 3,4 stigum. - Líklegt hitahrap til áramóta er á bilinu 0,6 til 1,0 stig.
Það var árið 1880 sem í Reykjavík hrapaði mest í hita frá 1. nóvember til áramóta, um 1,7 stig, en 2002 minnst, um 0,2 stig. Ef nóvember og desember yrðu jafnhlýir nú og 2002 myndi árið 2016 enda í 6,2 stigum - og verða það hlýjasta frá upphafi mælinga í Reykjavík - líkur á slíkri uppákomu verða þó að teljast litlar - en þær eru þó aðeins meiri en engar.
See More
Enn eitt Reykjavíkurfortíðarfárviðri:
Það hefur verið hljótt um loftlagsmál hér á Hungurdiskum um skeið. Þó er kannski aldrei meiri ástæðan en nú eftir þennan met hita-, rok-, og rigningarmánuð sem var að líða en að taka þá umræðu.
Menn hafa miklar áhyggjur af hita hér norður frá og sífellt minnkandi hafíss. Það er fullt af fólki sem talar um nauðsyn þess að grípa til einhverra aðgerða varðandi hlýnun jarðar en gerir sjálft ekkert í málunum. Lifir áfram sínu lúxuslífi, tveir bílar á heimili í það minnsta og margar flugferðir til útlanda á hverju ári, og sleppir þannig sjálft enn miklum koltvísýringi út í andrúmsloftið með líferni sínu. Hræsni auðvitað, en líklega er það fyrst og fremst eigingirni og heimska sem þrjáir fólk almennt:
Menn hafa miklar áhyggjur af hita hér norður frá og sífellt minnkandi hafíss. Það er fullt af fólki sem talar um nauðsyn þess að grípa til einhverra aðgerða varðandi hlýnun jarðar en gerir sjálft ekkert í málunum. Lifir áfram sínu lúxuslífi, tveir bílar á heimili í það minnsta og margar flugferðir til útlanda á hverju ári, og sleppir þannig sjálft enn miklum koltvísýringi út í andrúmsloftið með líferni sínu. Hræsni auðvitað, en líklega er það fyrst og fremst eigingirni og heimska sem þrjáir fólk almennt:
Um vindhraða í nýliðnum október - samanburður við fyrri októbermánuði:
http://trj.blog.is/blog/trj/entry/2183755/
http://trj.blog.is/blog/trj/entry/2183755/
Októberyfirlit Veðurstofunnar hefur nú verið birt á vef hennar - eitthvað mun bætast við það næstu daga:
Hlýjasti október frá upphafi mælinga á landinu í heild?
Landsmeðalhiti (í byggð) í október reiknast nú 7,5 stig, 0,4 stigum hærri en áður er vitað um. Gæti hnikast lítillega við yfirferð athugana. Í þessu samhengi eru 0,4 stig mikið. Næstu tölur eru í hnapp, þrír eldri októbermánuðir nánast jafnhlýir, 1915 (7,06 stig), 1946 (7,05 stig) og 1959 (7,04 stig). Svo er talsvert bil niður í næstu sæti, 1920 (6,60 stig) og 1908 (6,54 stig). - Neðstur á listanum er október 1917 (-0,67... stig).
Landsmeðalhiti (í byggð) í október reiknast nú 7,5 stig, 0,4 stigum hærri en áður er vitað um. Gæti hnikast lítillega við yfirferð athugana. Í þessu samhengi eru 0,4 stig mikið. Næstu tölur eru í hnapp, þrír eldri októbermánuðir nánast jafnhlýir, 1915 (7,06 stig), 1946 (7,05 stig) og 1959 (7,04 stig). Svo er talsvert bil niður í næstu sæti, 1920 (6,60 stig) og 1908 (6,54 stig). - Neðstur á listanum er október 1917 (-0,67... stig).
Við látum mánaðaryfirlit Veðurstofunnar um að tíunda endanlegar niðurstöður fyrir einstakar stöðvar.
Úrkomumet hafa verið sett víða - þar á meðal í Reykjavík sem rauf 200 mm múrinn í fyrsta sinn í októbermánuði. Svo virðist sem mánaðarúrkoman á Nesjavöllum hafi mælst 945,4 mm (bráðabirgðatala). Sé það rétt er það mesta úrkoma sem mælst hefur nokkru sinni á veðurstöð í október og aðeins rétt neðan við það sem mest hefur áður mælst í einum mánuði hér á landi (971,5 mm á Kollaleiru í Reyðarfirði í nóvember 2002).
Á sjálfvirku stöðinni í Bláfjöllum er bráðabirgðasumma mánaðarins 998,0 mm - en stöðin sú hefur stundum verið að stríða okkur og rétt að fara vel yfir mælingarnar áður en tala hennar verður tekin fullgild.
Svo stefnir mánuðurinn í að verða frostlaus á fjölmörgum stöðvum - þar á meðal í Reykjavík. Á fyrri tíð er aðeins vitað um eitt ár þar sem ekkert hafði frosið í Reykjavík fyrir 1. nóvember. Það var 1939, þá kom fyrsta frost 10. nóvember og það kólnaði hratt því þann 12. fór frostið niður í -8,2 stig.
See MoreÚrkomumet hafa verið sett víða - þar á meðal í Reykjavík sem rauf 200 mm múrinn í fyrsta sinn í októbermánuði. Svo virðist sem mánaðarúrkoman á Nesjavöllum hafi mælst 945,4 mm (bráðabirgðatala). Sé það rétt er það mesta úrkoma sem mælst hefur nokkru sinni á veðurstöð í október og aðeins rétt neðan við það sem mest hefur áður mælst í einum mánuði hér á landi (971,5 mm á Kollaleiru í Reyðarfirði í nóvember 2002).
Á sjálfvirku stöðinni í Bláfjöllum er bráðabirgðasumma mánaðarins 998,0 mm - en stöðin sú hefur stundum verið að stríða okkur og rétt að fara vel yfir mælingarnar áður en tala hennar verður tekin fullgild.
Svo stefnir mánuðurinn í að verða frostlaus á fjölmörgum stöðvum - þar á meðal í Reykjavík. Á fyrri tíð er aðeins vitað um eitt ár þar sem ekkert hafði frosið í Reykjavík fyrir 1. nóvember. Það var 1939, þá kom fyrsta frost 10. nóvember og það kólnaði hratt því þann 12. fór frostið niður í -8,2 stig.
Nú eru aðeins tveir dagar eftir af þessum merkilega október - það má telja ljóst að bæði hita- og úrkomumet verða slegin. Úrkoman er þegar komin upp fyrir hæstu eldri heildartölur mánaðarins í Reykjavík og líklega verða met slegin á fáeinum öðrum stöðvum.
Meðalhitamet októbermánaðar í Reykjavík er 7,9 stig - frá 1915, næsthæsta talan er 7,7 stig (1959 og 1946). Október nú endar einhvers staðar á þessu róli - væntanlega ekki met - því talan nú er 7,94 og varla að hún haldist ...til loka - eitthvert fimm efstu sætanna virðist tryggt.
Meðalhitamet októbermánaðar í Reykjavík er 7,9 stig - frá 1915, næsthæsta talan er 7,7 stig (1959 og 1946). Október nú endar einhvers staðar á þessu róli - væntanlega ekki met - því talan nú er 7,94 og varla að hún haldist ...til loka - eitthvert fimm efstu sætanna virðist tryggt.
Í Stykkishólmi er keppt við 1946 og 7.8 stig - meðalhiti nú er 8.07 og enn möguleiki á meti. Á Akureyri erum við nú í 7,64 stigum - þar stefnir í 2. sætið - 1946 er á toppnum - en nokkuð langt niður í 1915.
Mælt hefur verið í Grímsey frá 1874. Þar stendur meðalhitinn nú í 7.71 stigi, langt ofan við það hæsta hingað til, 7,0 (1946).
Á Egilsstöðum er talan nú 8,51 - svo langt ofan við næsthæstu tölu að ótrúlegt er (6,4 stig, 1959) - en ekki var mælt á Egilsstöðum 1946, 1915 og 1908.
Á Teigarhorni hefur verið mælt frá 1873, hitinn þar er nú í 7,96 stigum - töluvert ofan við eldri topp, 7,4 stig frá 1908 og 1915.
Stórhöfði er í svipaðri stöðu og Reykjavík, meðaltal mánaðarins til þessa, 7,75 stig er nánast jafnhátt og hæstu tvö eldri gildi, 7,7 stig (1946 og 1915).
Miðað við síðstu tíu ár er hitavikið víðast hvar meira en +3 stig. Að tilölu er hlýjast (stærst jákvætt vik) hefur verið á Þeistareykjum (+5,1 stig) og á Nautabúi í Skagafirði (+4,9), en minnst á Steinum undir Eyjafjöllum (+1,9 stig).
Mánaðarmeðalhitinn er enn við 9,0 stig á Seyðisfirði og 9,2 stig við Herkonugili á Siglufjarðarvegi - en sú tala þarf nánari athugunar við.
Sólskinsstundir eru með allra fæsta móti í Reykjavík - þó ekki alveg á botninum. Loftþrýstingur nokkuð hár - en að tiltölu mun hærri austanlands en vestan - líklega einn af mestu sunnanáttaroktóbermánuðum allra tíma - en ritstjórinn gerir það ekki upp fyrr en síðar.
See MoreMælt hefur verið í Grímsey frá 1874. Þar stendur meðalhitinn nú í 7.71 stigi, langt ofan við það hæsta hingað til, 7,0 (1946).
Á Egilsstöðum er talan nú 8,51 - svo langt ofan við næsthæstu tölu að ótrúlegt er (6,4 stig, 1959) - en ekki var mælt á Egilsstöðum 1946, 1915 og 1908.
Á Teigarhorni hefur verið mælt frá 1873, hitinn þar er nú í 7,96 stigum - töluvert ofan við eldri topp, 7,4 stig frá 1908 og 1915.
Stórhöfði er í svipaðri stöðu og Reykjavík, meðaltal mánaðarins til þessa, 7,75 stig er nánast jafnhátt og hæstu tvö eldri gildi, 7,7 stig (1946 og 1915).
Miðað við síðstu tíu ár er hitavikið víðast hvar meira en +3 stig. Að tilölu er hlýjast (stærst jákvætt vik) hefur verið á Þeistareykjum (+5,1 stig) og á Nautabúi í Skagafirði (+4,9), en minnst á Steinum undir Eyjafjöllum (+1,9 stig).
Mánaðarmeðalhitinn er enn við 9,0 stig á Seyðisfirði og 9,2 stig við Herkonugili á Siglufjarðarvegi - en sú tala þarf nánari athugunar við.
Sólskinsstundir eru með allra fæsta móti í Reykjavík - þó ekki alveg á botninum. Loftþrýstingur nokkuð hár - en að tiltölu mun hærri austanlands en vestan - líklega einn af mestu sunnanáttaroktóbermánuðum allra tíma - en ritstjórinn gerir það ekki upp fyrr en síðar.
Kíkt á lista í Reykjavík í lok fimmtudags 27. október. Hiti: 1. sæti (af 141, úrkoma: 1. sæti af 119, sólskinsstundafjöldi: 98. sæti af 104.
Listastaða 27. október 2016
Hiti (°C)...
staða meðalhita mánaðarins í Reykjavík miðað við sama aftur til 1871 - nokkur ár vantar inn í
berið dálkinn hiti nú (sem sýnir stöðu núlíðandi mánaðar) saman við dálkinn tm framan - þá sést hvernig núlíðandi raðast inn
Listastaða 27. október 2016
Hiti (°C)...
staða meðalhita mánaðarins í Reykjavík miðað við sama aftur til 1871 - nokkur ár vantar inn í
berið dálkinn hiti nú (sem sýnir stöðu núlíðandi mánaðar) saman við dálkinn tm framan - þá sést hvernig núlíðandi raðast inn
röð ár mán til mhiit ár hiti nú
1 1915 10 27 8,17 2016 8,21
2 1965 10 27 8,11 2016 8,21
3 1959 10 27 8,09 2016 8,21
4 1920 10 27 8,07 2016 8,21
5 1946 10 27 7,55 2016 8,21
136 1980 10 27 1,25 2016 8,21
137 1926 10 27 1,18 2016 8,21
138 1917 10 27 1,01 2016 8,21
139 1896 10 27 0,98 2016 8,21
140 1981 10 27 0,24 2016 8,21
--------
Úrkoma (mm)
staða úrkomu mánaðarins í Reykjavík miðað við sama aftur til 1885 - nokkur ár vantar inn í
berið dálkinn úrk nú (sem sýnir stöðu núlíðandi mánaðar) saman við dálkinn urk framan - þá sést hvernig núlíðandi raðast inn
röð ár mán til úrksum ár úrk nú
1 2007 10 27 168,0 2016 189,7
2 1936 10 27 154,9 2016 189,7
3 1957 10 27 150,8 2016 189,7
4 2015 10 27 148,2 2016 189,7
5 1965 10 27 146,4 2016 189,7
114 1928 10 27 21,2 2016 189,7
115 1892 10 27 17,9 2016 189,7
116 2013 10 27 17,3 2016 189,7
117 1895 10 27 15,2 2016 189,7
118 1966 10 27 12,1 2016 189,7
Sólskinsstundir (klst)
Samanburður við sama tíma í fyrri mánuðum - aftur til 1911 (smávegis vantar í fyrstu árin)
röð ár mán til sólsum ár sólsum nú
1 1966 10 27 141,0 2016 33,1
2 1981 10 27 127,2 2016 33,1
3 2002 10 27 119,1 2016 33,1
4 1960 10 27 115,7 2016 33,1
5 2006 10 27 112,2 2016 33,1
6 1980 10 27 109,2 2016 33,1
96 1959 10 27 38,2 2016 33,1
97 1951 10 27 37,1 2016 33,1
98 1946 10 27 31,7 2016 33,1
99 1962 10 27 30,1 2016 33,1
100 1945 10 27 29,5 2016 33,1
101 1969 10 27 29,3 2016 33,1
102 1922 10 27 19,2 2016 33,1
103 1915 10 27 14,9 2016 33,1
endir
See More1 1915 10 27 8,17 2016 8,21
2 1965 10 27 8,11 2016 8,21
3 1959 10 27 8,09 2016 8,21
4 1920 10 27 8,07 2016 8,21
5 1946 10 27 7,55 2016 8,21
136 1980 10 27 1,25 2016 8,21
137 1926 10 27 1,18 2016 8,21
138 1917 10 27 1,01 2016 8,21
139 1896 10 27 0,98 2016 8,21
140 1981 10 27 0,24 2016 8,21
--------
Úrkoma (mm)
staða úrkomu mánaðarins í Reykjavík miðað við sama aftur til 1885 - nokkur ár vantar inn í
berið dálkinn úrk nú (sem sýnir stöðu núlíðandi mánaðar) saman við dálkinn urk framan - þá sést hvernig núlíðandi raðast inn
röð ár mán til úrksum ár úrk nú
1 2007 10 27 168,0 2016 189,7
2 1936 10 27 154,9 2016 189,7
3 1957 10 27 150,8 2016 189,7
4 2015 10 27 148,2 2016 189,7
5 1965 10 27 146,4 2016 189,7
114 1928 10 27 21,2 2016 189,7
115 1892 10 27 17,9 2016 189,7
116 2013 10 27 17,3 2016 189,7
117 1895 10 27 15,2 2016 189,7
118 1966 10 27 12,1 2016 189,7
Sólskinsstundir (klst)
Samanburður við sama tíma í fyrri mánuðum - aftur til 1911 (smávegis vantar í fyrstu árin)
röð ár mán til sólsum ár sólsum nú
1 1966 10 27 141,0 2016 33,1
2 1981 10 27 127,2 2016 33,1
3 2002 10 27 119,1 2016 33,1
4 1960 10 27 115,7 2016 33,1
5 2006 10 27 112,2 2016 33,1
6 1980 10 27 109,2 2016 33,1
96 1959 10 27 38,2 2016 33,1
97 1951 10 27 37,1 2016 33,1
98 1946 10 27 31,7 2016 33,1
99 1962 10 27 30,1 2016 33,1
100 1945 10 27 29,5 2016 33,1
101 1969 10 27 29,3 2016 33,1
102 1922 10 27 19,2 2016 33,1
103 1915 10 27 14,9 2016 33,1
endir
Enn af fornu Reykjavíkurfárviðri - ekki muna margir þetta:
Trausti Jónsson uploaded a file.
- fyrir nördin - kosningaveður í október 1911, 1916, 1923, 1942 og 1949 - kort úr bandarísku endurgreiningunni, athuganir úr töflum Veðurstofunnar
Engin ummæli:
Skrifa ummæli