fimmtudagur, 1. desember 2016

Facebooksíðan Hungurdiskar nóvember 2016:

RECENT ACTIVITY
Síðasti pistillinn í röð um reykjavíkurfárviðri:
Nú er komið að síðasta pistlinum í reykjavíkurfárviðraröðinni. Fjallar hann um sunnanveðrið mikla þann 21. janúar 1925. - Veturinn 1924 til 1925 var skakviðrasamur, en samt kaflaskiptur. Milli jóla- og nýárs varð töluvert sjávarflóð nyrðra og eystra og í
trj.blog.is
LikeShow more reactions
Comments
LikeShow more reactions
Comments
Sigurður G. Tómasson Er það rangt hjá mér Trausti Jónsson, er ekki einhver lota í þessu? Kannski er mælingaröðin ekki nógu löng til greiningar.
Trausti Jónsson Það finnast nær alltaf lotur þegar menn leita - en þær bregðast síðan alltaf þegar fleiri ár bætast við (eða grafast upp úr fortíðinni).
Like26 hrs
Sigurður Ásbjörnsson Takk Trausti fyrir að sinna þessari upplýsingagjöf svona vel. Það er alltaf fróðlegt að lesa pistlana þína.
Like16 hrs
Agust Ingi Sigurðsson Það er hægt að veðja á frostavetur sýnist mér..
Nóvemberyfirlit Veðurstofunnar er komið á sinn stað:
Hlýtt var á landinu í nóvember. Mjög úrkomusamt var sunnanlands og nyrðra var úrkoma einnig ofan meðallags víða. Tíð var talin mjög hagstæð og veðragóð um mikinn hluta landsins, en veður var samt harla þungbúið og drungalegt lengst af.
vedur.is
LikeShow more reactions
Comments
Torfi Stefánsson Dáldið merkilegt. Sjaldan meiri rigning í mánuðinum í Reykjavík og færri sólskinsstundir en samt er meðalloftþrýstingur 1,0 hPa yfir meðallagi áranna 1961 til 1990. Hvernig má það vera?
Trausti Jónsson Nóvembermánuður er reyndar nokkuð langt frá úrkomumeti - þó úrkomusamur hafi verið. Viðvarandi vindáttir geta ráðið meiru um úrkomu heldur en loftþrýstingur. Landið er dálítið svæðaskipt hvað áhrif loftþrýstings á úrkomu varðar. Á sunnanverðum Vestfjörðum fellur mest úrkoma í hvössum suðvestanvindi samfara fremur háum loftþrýstingi. Norðaustanlands er mest úrkoma í norðaustanátt og lágum loftþrýstingi. Í Mýrdal er úrkoman mest í mikilli sunnanátt í meðalloftþrýstingi o.s. frv.
Nóvember
Hlýtt var á landinu í nóvember. Mjög úrkomusamt var sunnanlands og nyrðra var úrkoma einnig ofan meðallags víða. Tíð var talin mjög hagstæð og veðragóð um mikinn hluta landsins, en veður var samt harla þungbúið og drungalegt lengst af. Meðalhiti í Reykjavík mældist 3,5 stig og er það 2,4 stigum ofan meðallags áranna 1961 til 1990, en 0,9 stigum ofan meðallags síðustu tíu ára. Á Akureyri var meðalhitinn 3,0 stig, 3,4 stigum ofan meðallags 1961 til 1990 og 2,3 stigum o...fan meðallags síðustu tíu ára. Að tiltölu var hlýjast norðaustanlands, 2,4 stigum ofan meðallags síðustu tíu ára í Svartárkoti. Kaldast að tiltölu var undir Eyjafjöllum þar sem hiti var í meðallagi síðustu tíu ára.
Úrkoma var víða mjög mikil um landið sunnanvert, á fáeinum stöðvum meiri en áður er vitað um í nóvember. Á nokkrum stöðvum norðaustan- og austanlands var úrkoma undir meðallagi, en ekki mikið. Úrkoman í Reykjavík mældist 127,4 mm, sjónarmun minni en í nóvember í fyrra en þá mældist hún 129,0 mm. Þetta er 75 prósent umfram meðallag en þó langt frá nóvembermetinu 1993, en þá mældist úrkoman í Reykjavík 259.7 mm. Á Akureyri mældist úrkoman nú 94,4 mm, einnig rúm 70 prósent umfram meðallag og það mesta í nóvember síðan 2012.
Sólskinsstundir í Reykjavík mældust aðeins 18, um helmingur meðaltals. Sólskinsstundir eru aldrei margar í skammdeginu, en hafa þó ekki verið færri í nóvember en nú síðan 1993. Fæstar voru sólskinsstundirnar í nóvember í Reykjavík 1956, aðeins 4,6.
Haustið (október og nóvember)
Haustið hefur verið sérlega hlýtt á landinu, það næsthlýjasta sem vitað er um í Reykjavík. Talsvert hlýrra var 1945, en 1941 var hiti aðeins sjónarmun lægri en nú. Á Akureyri er haustið hins vegar það langhlýjasta frá upphafi samfelldra mælinga. Meðalhiti var 5,2 stig. Næsthlýjast var 1920 (nokkuð óáreiðanlegar mælingar) 4,6 stig og einnig 4,6 stig 1945 (áreiðanlegar mælingar). Mjög úrkomusamt hefur verið í haust. Samanlögð úrkoma október og nóvembermánaða hefur aldrei mælst meiri í Reykjavík en nú, 334,3 mm, en var þó nánast sú sama 1956 (332,6 mm) og 1958 (325,8 mm). Úrkoma þessara mánaða mældist 383 mm á Vífilsstöðum 1912. Október var í þurrara lagi á Akureyri þannig að þrátt fyrir úrkomusaman nóvember þar er ekki um nein haustmet að ræða. Sólskinsstundir hafa ekki mælst jafnfáar að hausti í Reykjavík síðan 1945, en voru ámótafáar 1956.
See More
LikeShow more reactions
Comments
Sigurður Þór Guðjónsson Nóvember 1956 var nú skemmtilegur mánuður!
Ari Egilsson Verði meðalhitastig desembermánuðs +3,5 stig, þá verður ársmeðaltalið 6 gráður? (tja þ.e. ef ég hef ekki aulast til að slá eitthvað vitlaust inn?)
Trausti Jónsson Já, það er rétt - en svo verður að hafa í huga að það eru ekki nema þrír desembermánuðir sem hafa orðið svo hlýir hér í Reykjavík - þannig að líkurnar eru ekki miklar. Nýtt desemberhitamet (4,6 stig) myndi gefa nýtt árshitamet. - Heldur ólíkegt.
Like121 hrs
Daníel Páll Jónasson Tja, aldrei að segja aldrei. Ef norska langtímaveðurspáin fyrir fyrstu 10 daga desember rætist mun meðalhitinn verða um 6,5 til 7 gráður. Restin af desember mætti þá vera að meðaltali 3,5 gráður til að metið verði slegið.
Like110 hrs
Trausti Jónsson „Norska“ langtímaspáin = spá evrópureiknmiðstöðvarinnar sveiflast mikið til frá degi til dags - var t.d. mjög köld í gær.
Nú (29. nóvember) má heita fullvíst að haustið (október og nóvember) verður það hlýjasta sem nokkru sinni er vitað um á öllu Norður- og Austurlandi. Nóvember er í hópi þeirra 10 til 20 hlýjustu um land allt og árið stefnir í að verða eitt af tíu hlýjustu árum hérlendis - hugsanlega nær það inn á topp-fimm á einhverjum stöðvum - en kaldur desember gæti auðvitað sett strik í ársreikninginn - eins og gerðist t.d. 2011.
LikeShow more reactions
Comments
Torfi Stefánsson Ertu nokkuð með sólskinstölur undanfarið hér á suðvesturhorninu? Man ekki eftir því að hafa séð til sólar undanfarnar vikur. Og myrkrið maður, það er dimmt þessa daganna!
Trausti Jónsson Sólarleysið er nær algjört - 18 stundir hafa mælst hingað til í mánuðinum - en hafa þó verið enn færri um 10 sinnum áður svo vitað sé. Trúlega eru október og nóvember saman alveg við botninn - á eftir að athuga það betur.
Nokkuð snúinn texti um brattar hlíðar í veðurkortaheimum:
http://trj.blog.is/blog/trj/entry/2185605/
LikeShow more reactions
Comments
Sigurður G. Tómasson Þessi lestur minnti mig dálítið á stórkostlegan pistil eftir vin minn og félaga, Freystein Sigurðsson um rennsli grunnvatns í bergi. Það mótast sem kunnugt er af lektinni í berginu, sem aftur ræðst líka af halla grunnvatnsborðsins sem líka stýrist af lektinni. Rétt eins og fólki hefur gengið erfiðlega að skilja heilaga þrenningu. Svo einfalt sem hvort tveggja þó er, sagði Freysteinn.
Hjörtur Árnason Freysteinn var snillingur öðrum fremri. Ég hefði viljað heyra þetta erindi hans.
Trausti Jónsson Freysteinn kunni að fara með - líka í bundnu máli. Hans er saknað. Þetta er óbundið: https://rafhladan.is/.../handle/10802/8283/FS-89-07.pdf...
Margrét Björnsdóttir Freysteinn var snillingur.
Mig langar að forvitnast örlítið. Er óhætt fyrir þotu að fljúga í gegnum söðul?
Þetta er búið að vera sérkennilegt ár. Fyrstu fimm mánuðirnir mjög kaldir og stefndi þá í eitt kaldasta árið á öldinni en síðan hlýnaði með október sem metmánuð. Nú er nóvember að verða liðinn og enn er óvenjuhlýtt. Spáin fyrir byrjun desember er einnig hitaspá svo allt stefnir í það að árið verði með þeim hlýjustu á öldinni.
Sama má segja um úrkomuna. Þar er árið einnig mjög kaflaskipt. Framan af óvenju þurrt en síðan met úrkoma er líða tók á árið (enn og aftur í október).
Eitthvað virðast vindmælingar Veðurstofunnar vera brenglaðar og erfitt að fá áreiðanlegar upplýsingar þaðan en segja má að þar gildi það sama. Met rokár!
Þetta hefur þannig verið metár í öfgum - en heilt yfir ágætt fyrir gróður og líklega einnig fyrir mann- og dýralífið.
LikeShow more reactions
Comments
Þórhallur Pálsson Þetta er greinilega "suðvesturhorns-pistill"
Ég gæti haft aðra sögu að segja.
Óvenju þurrviðrasamt haust, en sólarlítið sumar.
Trausti Jónsson Mælingar sýna reyndar að árið (2016) - til þessa - er hið hægasta á landinu á tíma sjálfvirku mælinganna, meðalvindhraði 5,0 m/s. Á mönnuðu stöðvunum var meðalvindhraði sá sami og nú árin 2010, 2003, 1996,1987 og 1986 - en vindur var sjónarmun hægari 1...See More
Torfi Stefánsson Það er takmark fyrir því hverju fólk trúir.
Þetta hafði ég skrifað hjá mér eftir lýsingu Veðurstofunnar á vindstyrk í októbermánuði síðastliðnum : "Vindhraði var nærri meðallagi, en óvenjuhægviðrasamt hefur verið í október undanfarin ár og meðalvindhraði nú sá mesti í mánuðinum síðan 2011."
Trausti skrifar núna um það hvað mælingar sýna yfir allt árið en það er takmörk fyrir því hverju ég trúi.
Hann sagði nefnilega allt annað um októbermánuð en það sem "mælingar" Veðurstofunnar sýndu, þ.e. að nýliðinn október hafi verið "sá hvassasti á 33 sjálfvirkum stöðvum af 106 á listanum (28%). Þetta eru nokkuð háar tölur. Á listanum má sjá að þetta eru einkum (en ekki aðeins) stöðvar á landinu sunnan- og suðvestanverðu. Á þeim slóðum er þetta sennilega hvassasti október um langt skeið."
Gaman væri nú að fá einnig að sjá endurskoðaða útgáfu frá honum yfir allt árið.
Trausti Jónsson Október er ekki allt árið - og Suðvesturland ekki allt landið. Í tíðarfarsyfirliti allra mánaðanna frá og með janúar til september er það sérstaklega nefnt (sjá vef Veðurstofunnar) að vindhraði hafi verið undir meðallagi - stundum sá minnsti um langa hríð - í október var vindhraði á landinu í heild svo í meðallagi. - Í fyrra, 2015, var vindur hins vegar óvenjumikill.
Torfi Stefánsson Æ, æ, fór að rifja upp athugasemdir frá þér Trausti um veðurfar síðastliðinn vetur, aðallega um hita, og ætla því ekki að svara þessu.
Kannski má þó benda á marsmánuð og upplýsingar Veðurstofunnar um hann: "Meðalvindhraði var um 0,3 m/s undir meðallagi áranna 1961 til 1990 og á sjálfvirku stöðvunum var hann 0,7 m/s undir meðallagi síðustu tíu ára, sá minnsti síðan 2002 ... Þó almennt væri með hægviðrasamara móti í mánuðinum gerði mikil illviðri dagana 12. til 14."
Ég skráði hins vegar hjá mér fimm stórviðrisdaga í mánuðinum, fjórum sinnum storm og einu sinni rok. Rokið var 10. mars sem Veðurstofan nefndi ekki og ekki heldur veðrið 3. mars sem fór alveg upp undir rokstyrk.
Kannski er Veðurstofan svona MASTstofnun, gegnir ekki lögbundnu hlutverki sínu nema með höppum og glöppum.
Baldur Helgi Benjamínsson Hér norðan heiða er vorið, sumarið (júní og ágúst) og haustið 2016 með því besta sem ég hef upplifað.
OLDER
Tilvísun í tveggja ára gamlan pistil hungurdiska:
Nú er runninn upp sá tími árs að sumir erlendir veðurfréttamiðlar tala stöðugt um það sem nefnt er „the polar vortex“. Sumir pistlarnir eru fróðlegir og gagnlegir, en fullalgengt er þó að alls konar misskilningur ráði ríkjum - allt yfir í hreina dellu. Ekki er gott fyrir óvana að greina þarna á milli. - Ritstjóri hungurdiska mun vonandi við tækifæri fjalla eitthvað um umræðuna eins og hún verður á næstunni (já, það er hægt að ...spá einhverju um hana) - en þangað til verður upprifjun á 2 ára gömlum pistli að duga lesendum.
Rétt er að minna á að aðalveggur hungurdiska er ekki endurvarpsstöð heldur birtir hann nær eingöngu fréttir eða fréttaskýringar sem ekki birtast í öðrum fjölmiðlum. Lausum tenglum í erlendar fréttir er eytt - nema að eftirfarandi skilyrðum sé fylgt (öðru eða báðum): a) fréttin tengist Íslandi á beinan hátt, b) sá félagi hungurdiska sem límir á vegginn skrifi skýringar frá eigin brjósti með tenglinum - hvort hún er runnin frá honum sjálfum eða hvers vegna hann telur fréttina mikilvæga. Hungurdiskar eiga annan vettvang fyrir límingar - hópana fimbulvetur og svækjusumar þar sem líma má veðurtengdatenglafréttir að vild - bæði vit og dellu.
En hér er gamli pistillinn um „the polar vortex“:
See More
Í fréttum af kuldum vestanhafs hefur hugtakið „polar vortex“, langoftast með ákveðnum greini vaðið uppi. Þeir sem eitthvað hafa fylgst með umræðum á…
trj.blog.is
LikeShow more reactions
Comments
Torfi Stefánsson a) Hvernig tengist þessi "frétt" Íslandi og b) hvernig er hún mikilvægt?
Trausti Jónsson Þetta er ekki „laus tengill í erlendar fréttir“ - heldur skýringarpistill um veður sem ritstjóri hungurdiska skrifar sjálfur frá grunni.
Torfi Stefánsson Mér finnst nú hæpið að vera að ritskoða það sem birtist hérna á Hungurdiskum, sérstaklega í ljósi þess að ekki er mikið um að vera hér á síðunni. Þetta er auðvitað þín síða en eins og ég segir, hún er frekar dauf. Því ættirðu að fagna hverju því innleggi sem menn setja inn hér, ef það er ekki einhver óþverri.
Enn bætist við reykjavíkurofviðrin - nú 5. mars 1938.
Veturinn 1937 til 1938 þótti hagstæður framan af, en síðan varð veður umhleypingasamt með köflum. Snemma í mars, þann 3. og þann 5. gerði tvö veruleg illviðri - og það síðara olli stórtjóni víða um land. Síðdegis fór loftvog að hríðfalla um landið
trj.blog.is
LikeShow more reactions
Comments
Sigurður G. Tómasson Mér áskotnuðust einmitt um daginn þessar fimm bækur Skaðaveðurs, sem ég ætla að reyna að lesa, þótt ég sé nánast ófær til lestrar!
Enn í reykjavíkurfárviðraham - nú í febrúar 1941 - og enn muna sumir það veður:
Veturinn 1940 til 1941 taldist lengst af hagstæður hér á landi. Í tíðarhnotskurn ritstjóra hungurdiska segir: Desember 1940: Hagstæð tíð, hlýtt. Janúar 1941: Óvenju stillt, úrkomulítið og bjart veður. Fé gekk mikið úti. Gæftir góðar. Færð mjög góð. Hiti
trj.blog.is
LikeShow more reactions
Comments
Konráð Erlendsson Til gamans úr dagbók afa míns frá Laugum í Reykjadal norður:

24. jan. 1941:
,,Bóndadagur. Fullt loft en mikið frost, 14 stig um morguninn. Föl er á jörðu, svo sporrækt er, en hvergi skaflar né svell, ekki einu sinni á heiðum. Hefir svo verið í allan vetur. Er þessi fyrrihluti vetrarins sá snjóminnsti, sem ég hefi lifað, og í minni núlifandi manna hefir aldrei verið svona snjólítið, nema ef vera skyldi veturinn 1874-'75."

27. feb. 1941:
Norðan brunakuldi en hríðarlítið. Um nóttina hafði snjóað nokkuð, frost var um 14 stig.

28. feb. 1941:
Stórhríð um nóttina og fram að hádegi, birti þá til og dró úr frosti, en var hvasst og dimmt í lofti allan daginn. Er þetta fyrsta stórhríð vetrarins og stóð ekki nema fáa klukkutíma.

1. mars 1941:
Norðan stormur, dimmviðri en frostlaust og úrkomulítið. Tvær vepjur voru hér á flögri, hefi ég aldrei fyrr séð vepjur hér á landi. "
Trausti Jónsson Bestu þakkir fyrir þetta góða innlegg Konráð
Mjög hlýtt loft fór yfir landið í dag - smápistill þar um:
http://trj.blog.is/blog/trj/entry/2185339/
LikeShow more reactions
Comments
Gunnar Theodór Gunnarsson Féll landsdægurmetið á Dalatanga í gærkvöldi? 19,3 stig kl. 22.00!
Gunnar Theodór Gunnarsson Jú, sé það á blogginu, 20,1
Enn heldur reykjavíkurfárviðraferðalagið áfram aftur í tímann - nú er komið við í janúar 1942 - næst verður það svo febrúar 1941:
Veðurfar á árum síðari heimsstyrjaldarinnar var tilbreytingarríkt. Almennt var þó mjög hlýtt hér á landi og veturinn 1941 til 1942 engin undantekning. Tíð var þá lengst af hlý og snjólítil. Nokkuð illviðrasamt var þó um tíma - sérataklega í janúar og
trj.blog.is
LikeShow more reactions
Comments
Jónatan Hermannsson Umfjöllunin um fárviðrin er fróðleg og merkileg og ég þakka mikillega fyrir hana.
Eins þótti mér gaman að sjá samanburðinn á hitanum í Maríuhöfn og Stykkishólmi.
En nú voru orðlögð harðindi í Stalíngrad veturinn 1942-43. Voru þau einstök í sinni röð eða voru þau venjan?
Mér hefur gengið illa að standa annað eins veður að verki þar nú hin síðustu árin.
Trausti Jónsson Árið 1942 er eitt hið kaldasta sem vitað er um í Stalíngrad - og hefur ekki orðið kaldara þar síðan. Veturnir 1939-40, 1941-42 og 1942-43 voru allir kaldir þar um slóðir - 1941-42 þó sýnu kaldastur þeirra að sögn þeirra sem reyna að halda utan um gögn....See More
Trausti Jónsson Árið 1987 birtist greinin: „Germany's War on the Soviet Union, 1941-45. I. Long-range Weather Forecasts for 1941-42 and Climatological Studies“ í fréttatímariti bandaríska veðurfræðifélagsins. [Bulletin of the American Meteorological Society]. Í greini...See More
Trausti Jónsson Og í síðari hluta greinarinnar er minnst á orrustuna við Stalíngrad: http://journals.ametsoc.org/.../1520-0477%281988%29069...
Jónatan Hermannsson Þakka þér fyrir þessar góðu greinar.
Sigurður G. Tómasson Stórfróðleg grein hjá Trausta!
Eftir 20 fyrstu daga nóvembermánaðar er meðalhiti í Reykjavík 4,0 stig, 2,4 stigum ofan meðallags sömu daga 1961 til 1990 en 0,7 ofan meðallags síðustu tíu ára. Á Akureyri er meðalhitinn 3,5 stig, vikin öllu meiri en í Reykjavík, +3,5 og +2,3 stig.
Hitinn í Reykjavík er í 7. sæti (af 16 á þessararaldarlistanum), en í því 23. á 141-árs listanum.
Ársmeðalhitinn í Reykjavík til þessa er í 5. hæsta sæti á 68-ára listanum, en í því 6. hæsta á Akureyri. Á Dalatangi er árið nú í ...3. hlýjasta sæti á sama lista. - Bilið upp í toppsætin er nokkuð og þarf afgangur ársins að verða talsvert hlýrri en að meðaltali eigi árið að ná enn hærri sætum á þessum listum - en á samt sæmilegan möguleika á að verða eitt af tíu hlýjustu árum sem vitað er um.
Í þessum mánuði hefur að tiltölu verið hlýjast í Grímsey, hiti þar er +2,5 stigum ofan meðallags síðustu tíu ára, en kaldast á Fagurhólsmýri þar sem hitinn það sem af er mánuði hefur verið -0,2 undir meðallaginu.
Úrkoma hefur verið mjög mikil í Reykjavík, - sú mesta sömu nóvemberdaga á þessari öld, en fyrr á tíð hefur hún 14 sinnum verið meiri en nú. - Úrkoma er í meðallagi á Akureyri.
Sólskinsstundir eru mjög fáar - og hafa aðeins 6 sinnum verið færri - sé mark takandi á 100-ára samanburðarlista hungurdiska.
See More
LikeShow more reactions
Comments
Hólmsteinn Jónasson http://m.phys.org/.../2016-11-weather-satellite-built...
The most advanced weather satellite ever built rocketed into space Saturday night, part of an $11 billion effort to revolutionize forecasting and save lives.
phys.org
Ætli það sé ekki fleira skakkt en hitaspárnar hjá Veðurstofunni. Mér sýnist nú vinda"spárnar" hafa verið illa skakkar dag eftir dag að undanförnu. Samt ná þær yfirleitt bara yfir næstu klukkustundirnar. Er virkilega ekki hægt að vanda sig betur með þetta eða er mönnum alveg sama þó að fólk fái rangar upplýsingar. Það fylgist hvort sem er enginn með veðurspám nútildags?
Svo má auðvitað spyrja sig og aðra hvað menn séu eiginlega að reykja þarna.
Veðurlíkön herma eðlisfræði lofthjúpsins og reikna veðurspá sem byggir á upplýsingum um upphafsástand lofthjúpsins. Þessi upphafsgildi, sem kölluð eru veðurgreining, eru unnin úr mælingum á ástandi lofthjúpsins og spáreikningum.…
vedur.is
LikeShow more reactions
Comments
Elín Björk Jónasdóttir Auðvitað vandar fólk sig. Hvað hefur verið svona vitlaust?
Torfi Stefánsson Kemur það ekki fram hér að ofan? Vindatölur hafa verið 5-13 m/s eða 8-15 m/s þegar raunin var 1-5 m/s eða 3-8. Ég hef verið að væla yfir þessu áður reyndar - og mig minnir einmitt að þú hafi svarið það allt af þér - og ykkur - þá (líka?).
Svo tek ég undir með konunni sem kvartar yfir því að loftþrýstingstölur sé ekki aðgengilegar fyrir okkur leikmennina.

Það þarf að minna ykkur á að veðurspár eru ekki aðeins einhver tölvuleikur fyrir ykkur veðurfræðingana heldur mikilvægar fyrir allan almenning ef hann þarf að sýsla eitthvað sem er háð veðri.

Mér finnst þið alls ekki vanda ykkur - og spurning hvort veðurfræðingar séu ekki að verða óþarfir, eða til óþurftar.
Tölvurnar geti alveg séð um þetta - og einn maður á vakt ætti að nægja til að koma þeim upplýsingum á framfæri.
Elín Björk Jónasdóttir Þú segir mér samt ekki hvaða spár nákvæmlega, ertu að horfa á staðarspá fyrir Reykjavík? Eða hlusta á landshlutaspá fyrir Faxaflóa? Hvaða daga, og við hvaða mælingar ertu að styðjast?
Fyrirspurn um loftþrýstingstölur hefur ekki borst til mín, en til þess að auðvelda fólki leitina sendi ég þær um hæl, - þær eru þó á línuritum og veðurkortum á vefnum.
Við vöndum okkur víst, og þú hefur aldrei nokkurn tímann haft gott orðum okkur að segja, svo ég held hreinlega að vandamálið liggi hjá þér frekar en okkur.
Torfi Stefánsson Ég hef oft talað vel um ykkur. Þú kannt bara ekki að taka gagnrýni og ferð alltaf í vörn og afneitun.
Torfi Stefánsson Aðeins að bæta við þetta fyrst Elín er að biðja um tölur. Ég nenni auðvitað ekki að fara að leita uppi þá daga sem vindaspár eru rangar, enda nær að veðurfræðingar kanni það sjálfir hvort spár þeirra ganga upp eða ekki. Þeir eru jú á launum við það en ekki ég.
Hins vegar get ég tekið nærtækt dæmi sem ekki kostar mikla fyrirhöfn, sem sé í dag. Spáð var 15-23 m/s í meðalvindi hér á höfuðborgarsvæðinu (var verið að breyta í 10-18 m/s) en reyndin er 2-10 m/s. Þetta er nú talsverð mikil skekkja finnst mér!
Óli Þór Árnason 2-10 m/s ??? Torfi það sjást verulega fá jákvæð koment frá þér og þau eru nær undantekningalaust fremur rætin. Því er svo að bæta við að við erum tvö á daginn og eitt á nóttinni, sem erum að spá þannig að það er oft í mörg horn að líta. Veðurspár verða...See More
Torfi Stefánsson Ég skrifaði þetta um 11-leytið en þú vitnar í kort frá kl. 13. Spáin réttist þannig aðeins við um tíma en nú er meðalvindur komin í svipað horf og í morgun eða 4-10 m/s (kl. 16). Samt er enn spáð 10-18 m/s.
Björn Jónsson Það er ekki sama veður á öllu höfuðborgarsvæðinu - spáin á þessum kortum sýnir bara örfáa punkta (sama gildir auðvitað um kort yfir veðurathuganir). Það var t.d. örugglega yfir 10 m/s meðalvindur í Garðabæ í morgun og sennilega í Hafnarfirði líka. Þar passaði vindurinn því við spá um 10-18 m/s.
Torfi Stefánsson Dagur 2. Nú er spáð 10-18 m/s á höfuðborgarsvæðinu en er nú þegar þetta er skrifað (kl.9) 5-13 m/s. Já, þeir vanda sig á Veðurstofunni!
Svo lét Elín Björk mikinn í veðurfréttatíma RÚV í gærkvöldi - dómsdagsspá um allt að 40 m/s í hviðum víða um land. Fróðlegt verður að sjá hvort það standist.
Minni bara á söguna um drenginn sem hrópaði úlfur, úlfur, til að fá athygli ...
Elín Björk Jónasdóttir Víða um land? ég taldi sérstaklega upp Suðursveit, Öræfi og Eyjafjöll. Vel þekktar afleiðingar hvassrar norðanáttar.
Torfi Stefánsson Mig minnir nú að þú hafi einnig nefnt fyrir norðan ... Og hver var svo reyndin? Mér sýndist spáin alls ekki standast hvað vindstyrk varðaði.
Johann Orlygsson Fyrir 3 dögum var spá veðurstofunnar fyrir Akureyri í dag (fimmtudag kl. 18.00) 5 m/s (norðanátt auðvitað). Belgingur var með á sama tíma 20 m/s... veit ekki hvort þeir séu að mæla í háloftum eða við yfirborð (hver hefur áhuga á vindi í háloftum? ef það er málið). Málið er að ég ákvað að breyta ferðatilhögun vegna þessa. Síðan kemur í ljós að spáin fyrir þennan tíma (Akureyri, kl. 18.00 í dag) er 11 m/s
Elín Björk Jónasdóttir Spáin breytist auðvitað með tímanum - þ.e. spá á mánudag fyrir miðvikudag breytist á þriðjudag og miðvikudag. Ég get ekki svarað fyrir Belging,en til að sjá t.d. veður miðað við ferðalög, þar sem þú getur ekki reitt þig á eina stöð er best að notast vi...See More
© Veðurstofa Íslands | Bústaðavegi 7-9 | 108 Reykjavík | Sími 522 6000 | Fax 522 6001 | Veðursími 902 0600 Kennitala 630908-0350 | Hafa samband | Starfsfólk | Notkunarskilmálar | Veftré | Spurt og svarað um vefinn
vedur.is
Johann Orlygsson Sæl Elín, skil það auðvitað. Málið er að oft er spáin fyrir norðurland eystra miðað við ströndina. Það er oft búið að spá kolbrjáluðu veðri á svæðum þar sem 10% íbúa búa, í stað þess að þjónusta innanverðan Eyjafjörð þar sem flestir íbúar búa..... og e...See More
Elín Björk Jónasdóttir Mér sýnist á athugunum frá Þórunnarstrætinu að þar hafi vindur verið 10-18 m/s í dag í meðalvindi. Því má segja að textaspáin hafi ræst ágætlega, http://www.vedur.is/.../athuganir/kort/nordurland_eystra/... - svo eru auðvitað sömu vandræði með t.d. Aku...See More
Mannaðar athuganir eru gerðar af starfsmönnum Veðurstofu Íslands. Einnig eru birtar sjálfvirkar mælingar frá veðurstöðvum Veðurstofu Íslands, Vegagerðarinnar, Landsvirkjunar, Landsnets, Orkustofnunar og Siglingastofnunar.
vedur.is
Johann Orlygsson Takk fyrir þetta Elín
Áframhald reykjavíkurfárviðrapistla - þessu man nú enginn eftir - en með fylgir líka lúmskur fróðleikur um vindkvarða - fyrir þá sem nenna að lesa meira:
Hér ætti ef til vill að setja orðið fárviðri í gæsalappir - því þetta tilvik er dálítið á mörkunum. En talan 12 (vindstig) stendur í Reykjavíkurathugunarbókinni - og er sömuleiðis tilfærð í Veðráttunni, opinberu skýrsluriti Veðurstofunnar. Við verðum að
trj.blog.is
LikeShow more reactions
Comments
Torfi Stefánsson Skemmtilegt að sjá grein Jóns Eyþórssonar og bera saman vindkvarða hans - og skýringar við hann - við skýringar á vindkvarða í dag. Bænasamfélagið annars vegar (stinningskaldi: "Erfitt að fara með þurrt hey.") og borgarsamfélagið í dag (" Erfitt að not...See More
Kaldur vetur framundan? Norskur sérfræðingur talar um að kalt sé framundan í Suður-Skandinavíu og Danmörku þennan veturinn. Ástæðan sé fellibylurinn Nicole sem í lok október hafi raskað vestanvindakerfinu gjörsamlega.
Við getum kannski huggað okkur við það að á meðan kalt er á Norðurlöndunum er yfirleitt hlýtt hér (og öfugt) en hver veit hvað gerist á þessum óvenjulegum tímum:
Mens sesongvarslene sier at vinteren blir mild, sier nå kraftmeteorologen hos StormGeo det motsatte – han har varslet sine kunder om at vi kan ha en tørr og kald vinter foran oss.
vg.no
LikeShow more reactions
Comments
Gudmundur Bjarnason Við fáum smá hita í næstu viku.
Torfi Stefánsson Já,á fimmtudag (vonandi) og kannski fram yfir aðra helgi ...
Gudmundur Bjarnason Torfi Stefánsson Ég hef ekki séð spá lengra en á laugardag í næstu viku. Hvaða langtímaspár skoðar þú?
Gudmundur Bjarnason Sama hér en hvað veldur þessari hitaspá.
Torfi Stefánsson Spurðu veðurfræðingana!
Gudmundur Bjarnason wunderground.com er líka með svipaða spá. -- Veðurfræðingana? Þeir spá engu af viti. Góðir í eftiráskýringum.
Weather Underground provides local & long range Weather Forecast, weather reports, maps & tropical weather conditions for locations worldwide.
wunderground.com
LikeShow more reactions
Comments
Enn halda Reykjavíkurfárviðrin áfram - nú þann 7. janúar 1952 - rifjast í leiðinni upp fárviðri austanlands nærri 2 sólarhringum síðar:
Það er álitamál hvort greina eigi óðalægðarveðrið þann 5. janúar 1952 (og fjallað var um í síðasta pistli) frá útsynningsofsanum sem fylgdi í kjölfarið - en það er gert hér vegna þess hversu merkilegur útsynningur þessi var - talsvert öflugri en venja
trj.blog.is
LikeShow more reactions
Comments
Jónatan Hermannsson Mikilsverð umfjöllun, bestu þakkir
Ég hef verið fimm ára þennan mánuð og ekki segi ég að ég muni þessi veður hvert fyrir sig.
En í barnsminni mínu eru mjög vond vetrarveður í Tungum og erfiðir vetur....See More
Trausti Jónsson Þakka góðar undirtektir Jónatan. Það liggja fimm reykjavíkurfárviðrapistlar til vibótar á teikniborðinu og svo að minnsta kosti tveir tengdir Akureyri - fleira ámóta fylgir vonandi í kjölfarið þó lengra sé í það.
Ekki komst hitinn í 10 stig á Veðurstofutúni í dag (föstudag 11. nóvember) - gerði það reyndar á Reykjavíkurflugvelli - . Dægurmet í Reykjavík í nóvember eru öll ofan 10 stiga - nema eitt. Ekki er vitað til þess að hitinn þann 23. hafi nokkru sinni náð 10 stigum á stöðinni. Ellefu stig eru sjaldséðari - en þó er dægurmet 15 daga í nóvember 11,0 stig eða meira og 4 dagar eiga 12,0 stig eða meira - og æ, æ, nóvemberhitametið í Reykjavík er 12,6 stig - sett þann 19. árið 1999. Æ,æ? Jú, sama dag fór hitinn á sjálfvirku stöðinni nefnilega í 13,2 stig - hvor talan er nú Reykjavíkurnóvembermetið? Kvikasilfurshitamælingar eru að leggjast af - .
LikeShow more reactions
Comments
Sigurður Þór Guðjónsson Mér finnst að eigi að fara eftir kvikasilfrinu meðan þær mælingar eru.
Hér er svo pistill í reykjavíkurfárviðraflokknum - í þetta sinn 5. janúar 1952.
Enn segir af Reykjavíkurfárviðrum. Það sem er nú til umfjöllunar er líka í flokki verstu veðra á landsvísu. Lægðin var lík systrum sínum sem ollu veðrunum 1981 og 1991 - nánast af sama uppruna - en eftirleikurinn varð samt ekki alveg sá sami því 1952
trj.blog.is
LikeShow more reactions
Comments
LikeShow more reactions
Comments
Jóhanna Elínborg Sveinsdóttir Hvað hefur gerst með lágþrýsting/háþrýsting í spám. Ef spáð er 950 hektóparskör (millibör hér áður) VISSI ég að nú kæmi slæmt veður. Alveg hætt að sýna svoleiðis í "notendavænum" veðurspám. Vil þetta inn aftur. Ekki gera þjóðina "ignorant" í þessum litlu/stóru atriðum. Þarf ekki alltaf að gefa út "stormviðvörun". - Bara 930 millibara lægð nálgast landið - og allir vita hvað gengur yfir okkur.
Trausti Jónsson Þrýstingur í veðurkerfum í námunda við landið er tíundaður í veðurspám sem lesnar eru í útvarp - og í textaspánum á netinu: http://www.vedur.is/vedur/spar/textaspar/
Strekkings suðvestanátt með skúrum eða slydduéljum S- og V-lands í dag, en bjart NA-til. En einhver rigning verður um tíma S- og V-lands seint í kvöld. Það verður kröftugri útsynningur á morgun með myndarlegum éljabökkum, en yfirleitt hægari og úrkomulítið NA-til eins og áður. Vindur verður vestlæga...
vedur.is
Akrafjall
Girin Emmanuel to ICELAND THE PHOTOGRAPHER'S PARADISE
Skyfall over Akrafjall
Grundartangi viewed from Hvalfjardarvegur
LikeShow more reactions
Comments
LikeShow more reactions
Comments
Trausti Jónsson Glæsilegar myndir Snorri - takk Pétur
Gudrun Nina Petersen Hreint út sagt glæsilegar myndir!
Sigurður Ásbjörnsson Ákaflega er þetta erlendis, - eitthvað.
Toto Thorhildur Johannesdóttir Rósa Björk frá Vatnshömrum tók þessa. Það voru margir Borgfirðingarnir sem hlupu út með myndavél í dag.
Trausti Jónsson Bestu þakkir Þórhildur - gott að sjá þessa líka
Trausti Jónsson Kúfurinn á Eiríksjökli - og flest önnur ský á myndinni teljast til linsuskýja. Þau myndast í uppstreymi í mjög stöðugu lofti. Þegar loft er stöðugt er
uppstreymi erfitt og getur vart átt sér stað nema fyrir tilverknað vinds. Til að búa til ský þarf raka.

Það sem sést á myndinni er mikið niðurstreymi þar sem loft sem þvingað var upp suðurhlíðar Langjökuls streymir aftur niður norðan hans - í leit að sinni
jafnvægishæð. Niðurstreymið myndar skýjageilina sem liggur samsíða háhrygg jökulsins. - En svo verður Eiriksjökull óvænt fyrir þessu lofti og það verður að
fara upp aftur - þá þéttist rakinn aftur og myndar kúfinn mikla á myndinni - í kúfnum fer lofið aftur upp fyrir jafnvægi sitt - og leitar strax niður aftur
þegar hallar norðuraf.

Þessi aðalatriði vindafarsins komu reyndar mjög vel fram í harmonie-spálíkaninu. Myndin sem hér fylgir sýnir talsvert stækkaða úrklippu (og því nokkuð
óskýra) úr stöðunni eins og líkanið segir hana hafa verið kl.9 um morguninn (einni og hálfri klukkustund áður en myndirnar eru teknar).

Ef vel er að gáð má sjá kunnuglegar útlínur Langjökuls og Eiríksjökuls. Við sjáum niðurstreymið yfir norðurhlíðum Langjökuls vel - það er á bilinu 2 til 5
m/s - sem er mikið. Við sjáum líka bylgjuna sem myndar kúfinn yfir Eiríksjökli mjög vel. Uppstreymið er í suðurhlíð jökulsins - nærri 5 m/s þar sem mest er,
og enn meira niðurstreymi norðan meginn, sprengir litakvarða myndarinnar en hann nær upp í 5 m/s.

Þetta samspil upp og niðurstreymis sem líkanið sýnir skýrir mjög vel meginatriði myndanna. Þessi vindastaða er mjög algeng á þessum slóðum - henni er t.d.
spáð aftur seint í nótt (aðfaranótt sunnudags 13. nóvember) - spákortið sem gildir kl.4 er mjög líkt kortinu sem hér er sýnt. - En mynd sem tekin yrði þá -
á sama stað myndi vafalítið sýna eitthvað annað. - Í fyrsta lagi er þá nótt en ekki dagur - tungl sem vantar aðeins dag í fyllingu á sveimi í suðvesturátt.
Staða sólarinnar á myndum Snorra hefur mjög mikil áhrif á birtu og liti. Svo verður raki á svæðinu trúlega ekki sá sami - útlit skýja ræðst mjög af honum -
og í þriðja lagi er stöðugleiki ekki endilega sá sami - jafnvel þótt bylgjuhreyfingin sem spáin sýnir sé vitnisburður um stöðugt loft - er viðbúið að hún sé
ekki eins - smátilbrigði geta breytt skýjunum mjög.

Bylgjuský eru alls ekki öll þar sem þau eru séð. Kúfurinn á myndunum er fastur yfir jöklinum - en loftið streymir samt í gegnum hann. Kemur inn í hann að
sunnan á um 100 km hraða á klukkustund - fer í gengnum hann á aðeins fáeinum mínútum - en samt virðist hann vera sá sami. Linsuský eru líka stöðugt að
breytast - eftir því sem vindur, raki og stöðugleiki breytast.

En - mjög margt fleira á myndunum gefur tilefni til vangaveltna - sumar þeirra eru flóknar og verða ekki til umræðu hér.
Sigurður Ásbjörnsson Er vöndullinn á fleygiferð eða ...?
Trausti Jónsson Nei, hann situr á sama stað (nokkurn veginn)
Sindri Sig Það verður að segjast að þetta er ótrúlega flott fyrirbrygði.
Þetta er nú meiri Mæjorka-blíðan. Ekki hundi út sigandi.
LikeShow more reactions
Það má líta á stöðuna nú þegar þriðjungur nóvembermánaðar er liðinn. Meðalhiti í Reykjavík er 5,3 stig, 1,7 stigi ofan meðallags sömu daga síðustu tíu ára. Þetta er fjórðihæsti hiti sama tíma á öldinni, en í 14. sæti á langa listanum [hlýjast 1945, 8,2 stig, kaldast 1899, -4,0 stig].
Á Akureyri er meðalhitinn 4,1 stig, 2,3 stigum ofan meðallags síðustu tíu ára, og í 14. sæti á lista sem nær aftur til 1936.
Stykkishólmshitinn er í 8. sæti á sínum langa lista.
...
Úrkoma í Reykjavík hefur mælst 45,2 mm - þriðjung umfram meðalúrkomu sömu daga síðustu tíu ár, sjöttamesta úrkoma sama tíma á öldinni (af 16). Á Akureyri hefur hún mælst aðeins 2,4 mm, tíundihluti meðalúrkomu sama tíma síðustu tíu árin (- var engin á sama tíma 1942 og 1980).
Sólskinsstundafjöldi í Reykjavík er nærri botni, í 97. sæti af 101.
Ársmeðalhitinn í Reykjavík til þessa er enn í 6,5 stigum, í 5. til 6. hæsta sæti á 68-ára listanum, 0,4 stig frá toppnum (2003). Akureyrarársmeðalhitinn er nú kominn upp í 7. sæti á sama lista - hefur borið furðuhratt upp á við. Á Dalatangi er hitinn í fjórðaefsta sæti. - En enn eru 50 dagar rúmir til áramóta og möguleikar á sætasveiflum töluverðir.
See More
LikeShow more reactions
Comments
Hólmsteinn Jónasson Hvaða ár vermir botninn varðandi sólskinsstundafjölda í Reykjavík ?
Trausti Jónsson Ef þú átt við heilt ár er það 1983 (og 1914 virðist hafa verið ámóta).
Flott mynd sem á heima hérna.
LikeShow more reactions
Af hlýjum nóvembermánuðum -
Þó nóvember 2016 fari hlýlega af stað (þegar þetta er skrifað eru dagarnir orðnir 9) eru hlýindin samt ekki nægileg til þess að hann geti talist líklegur til meta - fyrir utan svo það að heldur kólnandi veðurs er að vænta í næstu viku (séu spár í lagi).
trj.blog.is
LikeShow more reactions
Comments
Samkvæmt norsku langtímaspánni mun ekki frysta í Reykjavík fyrr en 16. nóvember. Myndi það nægja til að jafna frostleysistímabilið 1939 að lengd?
LikeShow more reactions
Comments
Trausti Jónsson Mér sýnist að þá vanti aðeins dag upp á að jafna metið. Frostlausu dagarnir í Reykjavík eru nú orðnir 192 sýnist mér, en voru 201 í röð 1939. - Enn telst ólíklegt að það met verið slegið - en hins vegar erum við alveg að slá hitt metið frá 1939. Fyrsta frost haustsins hefur aldrei borið að í Reykjavík síðar en þá, 10. nóvember. Við eigum nú aðeins eftir tvo daga í jöfnun þess mets. - Ekki þó í hendi enn.
Daníel Páll Jónasson Ein myndarleg lægð í viðbót suður úr höfum og þá verður metið slegið. Þetta verður spennandi.
Torfi Stefánsson Alveg rosa spennandi! Það er þó "hætta" á frosti núna á fimmtudagsmorguninn svo þetta verður naumt. Aftur reyndar á laugardag.
Trausti Jónsson Það er hætta (án gæsalappa) á frosti í Reykjavík flestar - ekki alveg allar - nætur um þessar mundir - en metamöguleikar eru skemmtilegir
Konráð Erlendsson Þetta segir 9. jan. 1952, í dagbók afa míns sem þá bjó hjá okkur á Kópaskeri. Þann dag varð ég 4 ára og man ekkert eftir þessu!:

,,9. Norðvestan fárviðri, en hríðarlaust að kalla. Gat ég ekki sofið seinnihluta nætur fyrir veðurlátum. Kl. rúmlega 9 braust ég við illan leik í hænsnahúsið og í skúrinn eftir kjöti. Þóttist ég góður, að ná húsum aftur. Nafni minn 4 ára. Óveðrið stóð óbreytt allan daginn, og er veðrið talið meira en laugardagsveðrið. Hefir særokið í dag gengið austur fyrir Kleifatjörn. Ég treysti mér ekki í Útskála eftir mjólkinni, og Björn Kristjánsson lét færa sér miðdagsmatinn á skrifstofuna. Brim var afar mikið. Heldur var vægara veður um kvöldið, og spáð er, að lægi á morgun."

Og síðar:
,,13. SUNNUDAGUR. Hæg sunnanátt og frostlaust um morguninn, hvessti þegar leið á daginn. Hekla kom í nótt, og kom blaðapósur í dag........."

,,14. Vestan og norðvestan átt og hríðardrungi í lofti um morguninn. Skömmu eftir hádegið gekk í stórhríð......"
Trausti Jónsson Það varð mikið tjón víða á Austurlandi í veðrinu þann 9. janúar 1952 - en þess gætti ekki vestanlands.
Enn eitt reykjavíkurfárviðrið úr fortíðinni:
Illviðrasamt var um land allt í janúar 1952, en tíð var sérstaklega erfið um landið suðvestanvert - því þar var færð sérlega vond lengst af og ofsaveður, selta, ísing og krapi trufluðu rafmagnsframleiðslu og dreifingu auk þess sem símslit voru tíð. Í
trj.blog.is
LikeShow more reactions
Comments
Skúli Víkingsson Þennan dag varð ég þriggja ára, og man ekkert eftir honum!
Fáeinir nördamolar um hæsta hita í nóvember (- en í raun endurtekið efni):
Hlýtt hefur verið á landinu í dag (mánudag 7. nóvember) - en ekki samt nálægt mánaðarhitametum nema á nýlegum stöðvum. Hæsti hiti dagsins á landinu mældist 17,9 stig, á Skjaldþingsstöðum í Vopnafirði. Hiti hefur hæst komist í 23,2 stig hér á landi í
trj.blog.is
LikeShow more reactions
Comments
Trausti Jónsson Ný nóvemberhitamet voru sett á fáeinum nýlegum stöðvum - en líka á Steingrímsfjarðarheiði. þar sem mælst hefur verið frá 1995. Hiti í gær (7. nóv.) fór í 7,2 stig. Sömuleiðis var sett nýtt nóvermberhitamet í Svartárkoti (mælt frá 2003). Þar fór hiti í 11,2 stig. Mjög snjólétt er á landinu og e.t.v. hjálpaði það ástand við hitametin á þessum tveimur stöðvum.
Nú er komið hið dásamlegasta síðhaustveður eða eigum við kannski að segja vetrarbyrjun? Mest 17,6 stig í dag á landinu sem er örugglega eitthvað nálægt hitameti mánaðarins.
Að vísu eru smá aukaverkanir með þessum hlýindum, sem sé rok og rigning hér á suðvesturhorninu, með kvöldinu, en hvað með það. Er það ekki hitinn sem telur?
LikeShow more reactions
Comments
Trausti Jónsson Það er víða hin besta blíða í hægum vindi í hlýindunum í dag -
Torfi Stefánsson Það er gott að búa í Borgarfirðinum. Hér í 101-um er rok og rigning og kominn stormur á veðurathugastöðvum hér við borgina. Hólmsheiði: Meðalvindur 21 m/s og 29 m/s í hviðum. Úrkoma: 10,4 mm á þremur tímum þar af 5,2 mm á einni klukkustund. "besta blíða í hægum vindi"! Hlýindin eru auðvitað fín í byrjun nóvember, 6,8 stig sem kaldast.
Torfi Stefánsson Mikilvægi þess að vera jákvæður. Það nýjasta frá Veðurstofunni: „Þetta er bara gott hvassviðri og nær í storm á nokkr­um stöðum. Síðan er bara hlýtt og rign­ing með þessu“. Þetta síðasta er einkar gott sem Pollýanna hefði verið mjög stolt af: „bara ... rign­ing með þessu“. Hún hefði þó verið enn stoltari hefði veðurfræðingurinn sagt „bara pínulítil rigning með þessu"...
Trausti Jónsson Það kemur ekki í ljós fyrr en við miðnæturuppgjörið hvaða hitamet hafa verið slegin - en mánaðarlandsmetið virðist ekki í hættu, 23,2 stig.
Gunnar Björnsson Það voru 16 gráður hér í öxarfiðinum í gær. Notalegt!
Gott kvöld. Hef verið mikill veðuráhugamaður frá barnæsku og fylgist grannt með veðurspám og er svo sannarlega til í smá aukaupplýsingar og fróðlegar umræður hér í þessum hóp:-)
LikeShow more reactions
Comments
Nóvember fer hlýlega af stað - hiti í Reykjavík fyrstu fimm dagana er í 7. sæti (af 16) á nýaldarlistanum, 4,7 stig - en í því 28. á 140-áralistanum. Úrkoman er líka í 7. sæti sömu nóvemberdaga á þessari öld, en í 34. sæti á langa listanum. Sólskinsstundafjöldinn er í 90. sæti af 100. - Þetta segir auðvitað ekkert um það hvernig mánuðurinn verður.
Ársmeðalhitinn til þessa í Reykjavík er enn í 5.-6. sæti á 68-áralistanum, stendur nú í 6,5 stigum. 2003 og 2010 eru á toppnum í ...6,9 stigum. Lægst sem fyrr er 1979 í 3,4 stigum. - Líklegt hitahrap til áramóta er á bilinu 0,6 til 1,0 stig.
Það var árið 1880 sem í Reykjavík hrapaði mest í hita frá 1. nóvember til áramóta, um 1,7 stig, en 2002 minnst, um 0,2 stig. Ef nóvember og desember yrðu jafnhlýir nú og 2002 myndi árið 2016 enda í 6,2 stigum - og verða það hlýjasta frá upphafi mælinga í Reykjavík - líkur á slíkri uppákomu verða þó að teljast litlar - en þær eru þó aðeins meiri en engar.
See More
LikeShow more reactions
Comments
Enn eitt Reykjavíkurfortíðarfárviðri:
Veturinn 1952 til 1953 hafði verið mildur - og þótti hagstæður þrátt fyrir að þorri og góa hefðu verið vindasöm með köflum og veður ekki skaðalaus. Í góulokin, nærri jafndægrum, skipti eftirminnilega um tíð og þá upphófst nærri hálfs mánaðar norðankast
trj.blog.is
LikeShow more reactions
Comments
LikeShow more reactions
Comments
Vilmundur Þorgrimsson já fróðlegt að skoða þetta
Það hefur verið hljótt um loftlagsmál hér á Hungurdiskum um skeið. Þó er kannski aldrei meiri ástæðan en nú eftir þennan met hita-, rok-, og rigningarmánuð sem var að líða en að taka þá umræðu.
Menn hafa miklar áhyggjur af hita hér norður frá og sífellt minnkandi hafíss. Það er fullt af fólki sem talar um nauðsyn þess að grípa til einhverra aðgerða varðandi hlýnun jarðar en gerir sjálft ekkert í málunum. Lifir áfram sínu lúxuslífi, tveir bílar á heimili í það minnsta og margar flugferðir til útlanda á hverju ári, og sleppir þannig sjálft enn miklum koltvísýringi út í andrúmsloftið með líferni sínu. Hræsni auðvitað, en líklega er það fyrst og fremst eigingirni og heimska sem þrjáir fólk almennt:
Models may underestimate the pace of ice loss because they are missing Arctic warming
sciencemag.org
LikeShow more reactions
Comments
Vilmundur Þorgrimsson akkurat,,bara ekki eg en hinir gætu gert eitthvað i málunum,,
Enn af októberúrkomu:
Slatti af sólarhringsúrkomumetum féll á veðurstöðvunum í október og eru þau listuð í viðhenginu. Listinn hefst á sjálfvirku stöðvunum - mánaðarsólarhringsmet féllu þar á 19 stöðvum - þar af eru fimm ársmet (sólarhringsúrkoma hefur aldrei verið meiri á
trj.blog.is
LikeShow more reactions
Comments
Um vindhraða í nýliðnum október - samanburður við fyrri októbermánuði:
http://trj.blog.is/blog/trj/entry/2183755/
LikeShow more reactions
Comments
Bjarni Guðmundsson .... afar fróðlegt, ég gaf mér nú ekki tíma til aðhvarfsreiknings en giska í fljótheitum á fallanda með tíma (????), getur verið að þarna gæti vaxandi skjólræktunar eða skjóls af mannvirkjum sem eins undirliggjandi x-þátta??? Á hneigðin (ef hún á annað borð er til staðar) hliðstæðu á nálægum slóðum okkar Trausti Jónsson ???
Trausti Jónsson Vindhraði minnkar með auknum gróðri og þéttari byggð - gætir mjög á stöku stað - en á landsvísu er sú minnkun varla nokkur og „náttúrulegur“ breytileiki á áratugakvarða svo mikill að erfitt væri að greina. Greinar um breytingar á vindhraða birtast jafnt og þétt í fræðiritum - en einhvern veginn verður lítið úr þeim flestum á nokkrum árum - þegar náttúran breytir um stefnu. En pistill um vindhraða birtist m.a. á hungurdiskum í janúar: http://trj.blog.is/blog/trj/entry/2164726/
Þrýsti- og hitamæliraðir teljast sæmilega öruggar langt aftur á 19. öld - þó við vildum auðvitað eiga meira af slíku. Aðrir veðurþættir eru erfiðari viðfangs. Vindhraði er viðfangsefni dagsins. Hann var lengst af metinn - en ekki mældur og þar að auki
trj.blog.is
Vilmundur Þorgrimsson JÁ aðstæður breitast eftir stað og stund,eins og hitamælingin á suðausturlandi TH. 36 gráður sem er bara bull ...í dag er mun meira að marka mælingar, og fleiri staðir sem gefa btri meðaltöl á landið..
Októberyfirlit Veðurstofunnar hefur nú verið birt á vef hennar - eitthvað mun bætast við það næstu daga:
Októbermánuður var sérlega hlýr og víða á landinu sá hlýjasti síðan mælingar hófust. Tíð var mjög hagstæð um mestallt land, en rigningar þóttu ganga úr hófi sums staðar á Suður- og Vesturlandi. Á nokkrum stöðvum var þetta úrkomusamasti…
vedur.is
LikeShow more reactions
Comments
Torfi Stefánsson Í pistli Veðurstofunnar hér að ofan segir að vindhraði hafi verið nærri meðallagi. Trausti sagði einnig í færslu þann 26. október að vindhraði í mánuðinum (á landsvísu) væri í 9. sæti síðustu 19 ára. Í nýrri færslu frá Emil H. Valgeirssyni segir hins vegar að það sé spurning með vindinn, amk á höfuðborgarsvæðinu, og bætir við: "samkvæmt óopinberum og ónákvæmum skráningum í eigin veðurdagbók, var þetta lang-vindasamasti október frá því eigin skráningar hófust árið 1986." Hann hafði áður birt færslur úr dagbókinni þar sem kemur fram að fyrstu 13 daga októbermánaðar hafi verið rok og rigning upp á hvern einasta dag.
Ég skrifa einnig hjá mér veðrið eins og það er á Hólmsheiðinni hér rétt fyrir ofan Reykjavík og eru þau skrif í samræmi við það sem Emil skáði. Sjö sinnum í mánuðinum fór meðalvindur yfir 20 m/s (mest í 27 m/s) og fimm sinnum yfir 30 m/s í hviðum (mest í 40 m/s). Þetta er meiri óveðurstíðni en í metmánuðinum mars í ár, sem ég býst við að sé mörgum í fersku minni.
Því er full ástæða til að spyrja sig - og veðurfræðinga - hvort eitthvað sé að vindmælingum Veðurstofunnar.
http://emilhannes.blog.is/blog/emilhannes/entry/2182067/
Í mínum 30 ára veðurskráningum hef ég fært til bókar ýmsar gerðir af veðurlagi enda má segja að hér á landi ríki fjölbreytnin ein með miklu úrvali af misvinsælum veðrum. Fjölbreytnin er þó mismikil og stundum vill veðrið festast í ákveðnum
emilhannes.blog.is
Trausti Jónsson Það er rétt að hér suðvestanlands er mánuðurinn sá hvassasti síðan sjálfvirka stöðvakerfið var gangsett - en í yfirliti Veðurstofunnar er vísað til landsins alls. - Á nokkrum stöðvum er þetta hins vegar hægasti eða einn af hægustu októbermánuðum sama t...See More
Torfi Stefánsson Það getur vel verið en í yfirlit Veðurstofunnar, og í pistlum þínum, er sérstaklega sagt frá hita og úrkomu í Reykjavík - og októbermetum fagnað ógurlega - en aldrei sagt frá vindstyrksmetinu hér suðvestanlands.
Hvernig væri nú að gera bragarbót á því og birta okkur tölum um slíkt - en sleppa fagninu?
Emil H. Valgeirsson Úr því verið er að blanda mínum skrifum inn í þetta þá get ég bætt við að ég skoðaði athuganir fyrir Keflavíkurflugvöll en þar hefur vindur ekki verið mældur meiri í október heldur en í ár. Athuganir ná þó bara til 1952. Meðalvindhraði var 8,6 m/s en var áður mestur 8,5 m/s í október 1985. Keflavíkurflugvöllur er væntanlega marktækari fyrir þróun vindstyrks suðvestanlands heldur en Reykjavík.
Trausti Jónsson Sleppum ekki „fögnum“
LikeShow more reactions
Comments
Yann Kolbeinsson Svona skemmtileg frávik í veðri á fartímum fugla endurspeglast vel í komum flækingsfugla. Sennilega hafa aldrei áður fundist eins margir sárasjaldgæfir flækingsfuglar í NV Evrópu sem ættaðir eru austan Úral fjalla og einmitt núna í október. Sem dæmi má nefna að hérlendis fundust tvær Síberíutegundir sem aldrei höfðu sést á Íslandi áður, roðatíta (red-necked stint) sem verpir í austanverðri Síberíu og hefur vetursetu í SA Asíu og Ástralíu og austræn hagaskvetta (siberian stonechat) sem er nokkuð útbreiddari um Asíu og finnst árlega í Evrópu, sú hefur vetursetu í sunnanverðri Asíu.
Trausti Jónsson Gaman að heyra af þessu
Halldór Björnsson Varðandi hitamun Vm og Grímseyjar þá er ákaflega merkilegt hversu eindregin hitafrávikin yfir hafíssvæðunum eru. Þar virðist ísinn þéttast seint og er reyndar í algjöru lágmarki fyrir árstímann...
http://assets.climatecentral.org/.../11_1_16_Brian...
Trausti Jónsson Vægast sagt óvenjulegt ástand -
LikeShow more reactions
Comments
Örn Jónasson Er staðan bara ekki góð fyrir okkur hér á Fróni?
Trausti Jónsson Í augnablikinu er hún það - um framhaldið er lítið vitað
Örn Jónasson Trausti Jónsson Nú renna hugrenningar mínar aftur til ársins 1973.
Haustið það ár var nokkuð hlýtt ekki ósvipað og nú og byrjaði nóvember nokkuð vel, en þegar líða tók á mánuðinn fór að kólna og upp úr miðjum nóv. það ár var kominn vetrarveðrátta. Sú veðrátta hélst áfram og var desember 1973 snjóþungur og sá kaldasti á síðustu öld.
Gæti svipað ástand komið upp þennan veturinn?
Trausti Jónsson Október 1973 var reyndar 4 stigum kaldari á landsvísu heldur en nú (3,5 stig á móti 7,5 nú) - samt nánast í meðallagi októbermánaða áranna 1961 til 1990. Þá voru nóvember og desember báðir sérlega kaldir (-3,3 og -4,9 stig). Síðvetur og vor 1974 urðu síðan með allrahlýjasta móti. - En við vitum ekkert um hvað gerist nú - það gæti alveg kólnað hastarlega - eða orðið hlýtt áfram (þó varla eins og verið hefur). Þeir hlýju októbermánuðir sem við þekkjum úr fortíðinni hafa skilað mjög misjöfnum vetrum - engin regla.
Hlýjasti október frá upphafi mælinga á landinu í heild?
Landsmeðalhiti (í byggð) í október reiknast nú 7,5 stig, 0,4 stigum hærri en áður er vitað um. Gæti hnikast lítillega við yfirferð athugana. Í þessu samhengi eru 0,4 stig mikið. Næstu tölur eru í hnapp, þrír eldri októbermánuðir nánast jafnhlýir, 1915 (7,06 stig), 1946 (7,05 stig) og 1959 (7,04 stig). Svo er talsvert bil niður í næstu sæti, 1920 (6,60 stig) og 1908 (6,54 stig). - Neðstur á listanum er október 1917 (-0,67... stig).
Við látum mánaðaryfirlit Veðurstofunnar um að tíunda endanlegar niðurstöður fyrir einstakar stöðvar.
Úrkomumet hafa verið sett víða - þar á meðal í Reykjavík sem rauf 200 mm múrinn í fyrsta sinn í októbermánuði. Svo virðist sem mánaðarúrkoman á Nesjavöllum hafi mælst 945,4 mm (bráðabirgðatala). Sé það rétt er það mesta úrkoma sem mælst hefur nokkru sinni á veðurstöð í október og aðeins rétt neðan við það sem mest hefur áður mælst í einum mánuði hér á landi (971,5 mm á Kollaleiru í Reyðarfirði í nóvember 2002).
Á sjálfvirku stöðinni í Bláfjöllum er bráðabirgðasumma mánaðarins 998,0 mm - en stöðin sú hefur stundum verið að stríða okkur og rétt að fara vel yfir mælingarnar áður en tala hennar verður tekin fullgild.
Svo stefnir mánuðurinn í að verða frostlaus á fjölmörgum stöðvum - þar á meðal í Reykjavík. Á fyrri tíð er aðeins vitað um eitt ár þar sem ekkert hafði frosið í Reykjavík fyrir 1. nóvember. Það var 1939, þá kom fyrsta frost 10. nóvember og það kólnaði hratt því þann 12. fór frostið niður í -8,2 stig.
See More
LikeShow more reactions
Comments
Þórhallur Pálsson Mig grunar að þessi október hér á Héraði verði hlýrri en júlí var á síðasta ári !
Trausti Jónsson Hann stefnir í að verða það -
Þórhallur Pálsson Ekki veit ég hvort unnt er að reikna út hvað þetta lægða- og hæðamynstur þennan októbermánuð þýddi, ef það hefði verið með þessum hætti t.d. frá 10. júlí til 10. ágúst !
Trausti Jónsson Ónormaðir reikningar segja 15,4 stig - en normaðir væntanlega eitthvað lægra - kannski í námunda við 13,7 stigin í júlí 1955.
Steingrímur Þórhallsson Var þurr dagur í Rvk í október?
Trausti Jónsson Mér sýnist að 2 til 3 dagar hafi verið þurrir - en fæ staðfestingu á því á morgun.
Þórhallur Pálsson Einhverjir dropar féllu á Egilsstaðaflugvelli í október, en hér á Úthéraði hefur nánast ekki fallið dropi úr lofti allan mánuðinn. Suðaustanáttin er yfirleitt þurr hér, þó það rigni á Upphéraði.
Trausti Jónsson Svínafell tilkynnir um 3,3 mm í mánuðinum öllum. Egilsstaðaflugvöllur 12 mm en Hallormsstaður 28 mm. Þetta eru óstaðfestar tölur.
Þórhallur Pálsson Þetta passar við mitt nef. Því miður á ég ekki græjur til mælinga, en gaman hefði það verið.
Hér á Eiðum, austan Hraungarðs, þykir manni það hvassviðri, fari vindhraði upp í 10 m/s
Bjarni Guðmundsson Takk fyrir fróðleikinn; Gaman væri að vita hvort einhvers staðar á landinu væru enn ófrosin (kræki)ber ???
Trausti Jónsson Örugglega - líklegast er það þó á útnesjum, fjölmörg þeirra eru frostlaus til þessa, meira að segja á Hornströndum. Ekki hefur heldur frosið víða á Snæfellsnesi - og nær okkur - á Hafnarmelum (kannski nóg að fara í Hafnarskóg?)
Af fárviðrinu 16. nóvember 1953:
Enn bætist við pistla um fárviðri í Reykjavík. Allmargir af elstu kynslóðinni muna enn fárviðrið 16. nóvember 1953. Það er oftast kennt við vélskipið Eddu frá Hafnarfirði sem fórst á Grundarfirði og með því níu menn - átta lifðu af eftir minnisstæða
trj.blog.is
LikeShow more reactions
Comments
Bjarni Guðmundsson Fróðleg upprifjun um þetta mannskaðaveður með viðeigandi skýringum og takk fyrir þær. Í barnsminni er það að Eddan mun hafa farið á flot aftur og verið notuð til strand-vöruflutninga um hríð(?). Ég man allavega enn óhug þann er setti að mér, barninu, er ég sá skipið, grænmálað og lagfært, við bryggju á Þingeyri ... með þessa sorgarsögu rétt að baki. Var Eddan ekki við síldveiðar á Grundarfirði er slysið varð?
Trausti Jónsson Takk fyrir viðbótarupplýsingarnar Bjarni. Jú, skipið var við síldveiðar á Grundarfirði ásamt fleiri skipum - síldarsaga fjarðarins greinilega löng.
Guðmundur Guðmundsson Takk fyrir þetta Trausti, faðir minn Guðmundur Ólafsson var þarna um borð og var hann einn af þeim átta sem komust af. Þessa nótt mistu um 20 börn úr Hafnarfirði feður sína.
Trausti Jónsson Man ekki eftir slysinu sjálfur - en man vel hversu þungt það lá á þjóðinni - og liggur enn.
Björn Sævar Einarsson Er ekki prentvilla í: af austri í Kvígildisdal. ?
Trausti Jónsson Laga þetta - bestu þakkir - sennilega úr sjálfvirkri stafstetningar„leiðréttingu“
Nú eru aðeins tveir dagar eftir af þessum merkilega október - það má telja ljóst að bæði hita- og úrkomumet verða slegin. Úrkoman er þegar komin upp fyrir hæstu eldri heildartölur mánaðarins í Reykjavík og líklega verða met slegin á fáeinum öðrum stöðvum.
Meðalhitamet októbermánaðar í Reykjavík er 7,9 stig - frá 1915, næsthæsta talan er 7,7 stig (1959 og 1946). Október nú endar einhvers staðar á þessu róli - væntanlega ekki met - því talan nú er 7,94 og varla að hún haldist ...til loka - eitthvert fimm efstu sætanna virðist tryggt.
Í Stykkishólmi er keppt við 1946 og 7.8 stig - meðalhiti nú er 8.07 og enn möguleiki á meti. Á Akureyri erum við nú í 7,64 stigum - þar stefnir í 2. sætið - 1946 er á toppnum - en nokkuð langt niður í 1915.
Mælt hefur verið í Grímsey frá 1874. Þar stendur meðalhitinn nú í 7.71 stigi, langt ofan við það hæsta hingað til, 7,0 (1946).
Á Egilsstöðum er talan nú 8,51 - svo langt ofan við næsthæstu tölu að ótrúlegt er (6,4 stig, 1959) - en ekki var mælt á Egilsstöðum 1946, 1915 og 1908.
Á Teigarhorni hefur verið mælt frá 1873, hitinn þar er nú í 7,96 stigum - töluvert ofan við eldri topp, 7,4 stig frá 1908 og 1915.
Stórhöfði er í svipaðri stöðu og Reykjavík, meðaltal mánaðarins til þessa, 7,75 stig er nánast jafnhátt og hæstu tvö eldri gildi, 7,7 stig (1946 og 1915).
Miðað við síðstu tíu ár er hitavikið víðast hvar meira en +3 stig. Að tilölu er hlýjast (stærst jákvætt vik) hefur verið á Þeistareykjum (+5,1 stig) og á Nautabúi í Skagafirði (+4,9), en minnst á Steinum undir Eyjafjöllum (+1,9 stig).
Mánaðarmeðalhitinn er enn við 9,0 stig á Seyðisfirði og 9,2 stig við Herkonugili á Siglufjarðarvegi - en sú tala þarf nánari athugunar við.
Sólskinsstundir eru með allra fæsta móti í Reykjavík - þó ekki alveg á botninum. Loftþrýstingur nokkuð hár - en að tiltölu mun hærri austanlands en vestan - líklega einn af mestu sunnanáttaroktóbermánuðum allra tíma - en ritstjórinn gerir það ekki upp fyrr en síðar.
See More
LikeShow more reactions
Comments
Sigurður Þór Guðjónsson Eina viðunandi sætið í Reykjavíkurkjördæmi er efsta sætið!
Trausti Jónsson Ef svo fer að mánuðurinn endar í 2. sæti gætum við haldið því fram (með fýlusvip) að talan frá 1915 sé vafasöm - en ef hann lendir neðar mætti nota frasa sem eru vinsælir þessa dagana: „Varnarsigur“ - eða „besti árangur síðan ...“, „betri árangur en ritstjóri hungurdiska spáði - og því í raun stórsigur“ ...
Kíkt á lista í Reykjavík í lok fimmtudags 27. október. Hiti: 1. sæti (af 141, úrkoma: 1. sæti af 119, sólskinsstundafjöldi: 98. sæti af 104.
Listastaða 27. október 2016
Hiti (°C)...
staða meðalhita mánaðarins í Reykjavík miðað við sama aftur til 1871 - nokkur ár vantar inn í
berið dálkinn hiti nú (sem sýnir stöðu núlíðandi mánaðar) saman við dálkinn tm framan - þá sést hvernig núlíðandi raðast inn

röð ár mán til mhiit ár hiti nú
1 1915 10 27 8,17 2016 8,21
2 1965 10 27 8,11 2016 8,21
3 1959 10 27 8,09 2016 8,21
4 1920 10 27 8,07 2016 8,21
5 1946 10 27 7,55 2016 8,21
136 1980 10 27 1,25 2016 8,21
137 1926 10 27 1,18 2016 8,21
138 1917 10 27 1,01 2016 8,21
139 1896 10 27 0,98 2016 8,21
140 1981 10 27 0,24 2016 8,21
--------
Úrkoma (mm)
staða úrkomu mánaðarins í Reykjavík miðað við sama aftur til 1885 - nokkur ár vantar inn í
berið dálkinn úrk nú (sem sýnir stöðu núlíðandi mánaðar) saman við dálkinn urk framan - þá sést hvernig núlíðandi raðast inn
röð ár mán til úrksum ár úrk nú
1 2007 10 27 168,0 2016 189,7
2 1936 10 27 154,9 2016 189,7
3 1957 10 27 150,8 2016 189,7
4 2015 10 27 148,2 2016 189,7
5 1965 10 27 146,4 2016 189,7
114 1928 10 27 21,2 2016 189,7
115 1892 10 27 17,9 2016 189,7
116 2013 10 27 17,3 2016 189,7
117 1895 10 27 15,2 2016 189,7
118 1966 10 27 12,1 2016 189,7
Sólskinsstundir (klst)
Samanburður við sama tíma í fyrri mánuðum - aftur til 1911 (smávegis vantar í fyrstu árin)
röð ár mán til sólsum ár sólsum nú
1 1966 10 27 141,0 2016 33,1
2 1981 10 27 127,2 2016 33,1
3 2002 10 27 119,1 2016 33,1
4 1960 10 27 115,7 2016 33,1
5 2006 10 27 112,2 2016 33,1
6 1980 10 27 109,2 2016 33,1
96 1959 10 27 38,2 2016 33,1
97 1951 10 27 37,1 2016 33,1
98 1946 10 27 31,7 2016 33,1
99 1962 10 27 30,1 2016 33,1
100 1945 10 27 29,5 2016 33,1
101 1969 10 27 29,3 2016 33,1
102 1922 10 27 19,2 2016 33,1
103 1915 10 27 14,9 2016 33,1
endir
See More
LikeShow more reactions
Comments
Pálmi Freyr Óskarsson Er ekki rétt hjá mér að mánaðarúrkoman á Stórhöfða er komið í annað sæti á októberstaðarlistanum?
Trausti Jónsson Ef við miðum við allan október er er talan nú í 6. sæti á Stórhöfða (sýnist mér í fljótu bragði) - en á auðvitað eftir að hækka eitthvað næstu daga. Mest varð úrkoma í október 2007 332,5 mm - er nú komin í 264,1, aðrir mánuðir sem enn eru fyrir ofan þennan eru (1959, 2009,1965 og 1944). Enn meiri úrkoma mældist í Kaupstaðnum í október 1915, 352,8 mm og 300,1 í október 1908.
Pálmi Freyr Óskarsson Rétt hjá þér. Sé það við nánari skoðun. Enn aftur á móti er ég oftast ekki að reikna út sömu úrkomutöluna. Ég tel mánaðarúrkoma á Stórhöfða kl. 00:01 28.10.2016, vera 272,5 mm. þegar maður notar brunninn.
Trausti Jónsson Úrkoman frá sjálvirku stöðvunum berst aðeins seinna til mín en í listana á vefnum (ég nota aðrar skrár) - því getur munað nokkurra klukkustunda úrkomu á tölunum.
Pálmi Freyr Óskarsson Tölurnar sem komu á pöbbinu kl.eitt, stemmir hjá mér með Vestmannaeyjarbæ og Surtsey, enn það er "mikill" skekkja með Stórhöfðann. Svo finnst mér líka einkennileg ósammræmi með topplistann á forsíðunni á veður.is.
Pálmi Freyr Óskarsson Samkvæmt mínum kokkabókum er októberúrkoma 2016 komið NÚNA í annað mesta sæti á Stórhöfðalistanum (þriðja? sæti á Vestmannaeyjalistanum) með 311.5 mm. samkvæmt mínum útreikningum af brunninum..
Trausti Jónsson Það er eitthvað töflumsræmi sem er að plaga - athuga málið betur eftir mánaðamótin.
Enn af fornu Reykjavíkurfárviðri - ekki muna margir þetta:
Enn er fjallað um fárviðri í Reykjavík, nú er nafnlaust veður í lok árs 1953 til umfjöllunar. Tíð var umhleypingasöm í desember 1953. Tímaritið Veðráttan segir: „Tíðarfariö var óvenju milt, en umhleypingasamt. Snjór var lítill, en jörð mjög blaut.
trj.blog.is
LikeShow more reactions
Comments
Trausti Jónsson uploaded a file.
- fyrir nördin - kosningaveður í október 1911, 1916, 1923, 1942 og 1949 - kort úr bandarísku endurgreiningunni, athuganir úr töflum Veðurstofunnar 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli