þriðjudagur, 1. nóvember 2016

Staðan á skaflinum í Gunnlaugsskarði í dag. Maður fyrir miðri mynd neðan við skaflinn til samanburðar.
Líkar þetta
Skrifa ummæli
Ummæli
Trausti Jónsson Bestu þakkir fyrir þessa fínu mynd Fjalar Hauksson
Sveinn Arngrímsson Skaflinn í Kerhólakambi er farinn í fyrsta skipti í nokkur ár. En þessi er lífseigur.
Trausti Jónsson Það liggur við að einhver ætti að fara þarna upp með (gula) málningu áður en snjóar til að setja á einhvern af stærri steinunum við neðra jaðar skaflsins - þá geta menn velt vöngum yfir því (veðjað um) hvenær þeir sjást næst - strax næsta sumar eða ekki fyrr en eftir mörg ár?
Gudmundur Bjarnason Ég mæli með salti.
Sigurður Þór Guðjónsson Afhverju fer ekki fjandans skaflinn eftir svona hlýtt sumar og hlýtt haust. Hvað þarf til.
Björn Jónsson Væntanlega hefur síðasti vetur verið snjóþungur þarna uppi og að auki var mikið eftir af skaflinum í sumarlok í fyrra (mun meira en núna). Við "eðlilegar" aðstæður hefði hann átt að ná hverfa algjörlega eftir svona sumar/haust.
Trausti Jónsson Það þarf sólskin og austanhlýindi í júní- og helst í júlí líka. Gerði mér ekki grein fyrir því fyrr en ég flutti austast í bæinn hversu norðlægt viðhorf hans er - hann er eiginlega norðanímótiskafl í sauðargæru.
Björn Jónsson Ég held að veturinn skipti samt mjög miklu máli. Skaflinn var til dæmis minni í sumarlok 2013 heldur en núna. Þetta gerðist þrátt fyrir kalt vor og minni hlýindi og sól í júní/júlí heldur en núna. Hinsvegar var fádæma hlýtt í janúar/febrúar 2013 og lítið um snjó.
Trausti Jónsson Veturinn skiptir mjög miklu máli - hann útvegar snjóinn - en nú sitjum við uppi með gamlan snjó sem erfitt er að losna við nema vetur verði snjóléttur í skarðinu - og sólin fái að njóta sín í hlýju veðri meðan hún er hæst og lengst á lofti. .
Emil H. Valgeirsson Fyrir stærð skaflsins gæti líka skipt máli að undanfarin ár hefur lítið verið um langvarandi sunnanáttarviðburði um hávetur eins og var algengara hér fyrr á þessari öld. Slíkar hlýindagusur fóru algerlega með skíðavertíðir vetur eftir vetur þar til kannski fyrir 4 árum.
Sigurður Þór Guðjónsson Hve nær fáum við fádæma hlyindaviðburð! Svo algjör viðburður væri!
Pálmi Freyr Óskarsson
Skrifaðu svar...
Sveinn Arngrímsson Sá sem myndi mála þyrfti líka að vera til í að fara aftur upp að ári 
Trausti Jónsson Svona málningaraðgerðir þarf auðvitað að gera af smekkvísi - það hefði verið gaman að merkja stein í þrautseigasta skaflstæðinu þegar hann hvarf síðast.
Áskell Örn Kárason Hér fyrir norðan hefur sumarið ver með hýjasta móti og haustið gott sem af er. Þó eru skaflar í fjöllum meira áberandi en oft áður. Veturinn var heldur ekki kaldur,. Það hefur bara snjóað svo fjári mikið á vormánuðum!
Pálmi Freyr Óskarsson
Skrifaðu ummæli...

Engin ummæli:

Skrifa ummæli