þriðjudagur, 1. nóvember 2016

Þótt hlýindasyrpunni sé í sjálfu sér ekki lokið virðist nú fyrirséð að eitthvað kólnar næstu daga. Þá er spurning hvað gerist með möguleika á hitameti fyrir október - flestir mánuðirnir í toppkeppninni hröpuðu nefnilega líka nokkuð á lokasprettinum.
Eftir 23 daga (eða hér um bil) er dægurhitasumma mánaðarins í Reykjavík 205 punktar (meðalhiti 8,9 stig). Hlýjasti október allra tíma í Reykjavík var 1915, þá var meðalhiti 7,94 stig (með smá yfirnákvæmni) - og hitasumman þar með 246,1 punktar. Næsthlýjastur var október 1959 með 237,8 punkta.
Til að ná 8 hreinum stiga meðalhita fyrir allan október þarf að ná í 248 punkta - litlu munaði 1915. Ef við segjum að 7,95 sé sama og 8,0 (jú) þarf 246,5 punkta. - Enn vantar því 42 punkta í hreint met. Til að ná í þá eru 8 dagar - meðalhiti allra dagana verður að vera 5,25 stig eða meiri. - Kannski mögulegt - en ekki líklegt þegar evrópureikinimiðstöðin er þessa daga að spá hita um 0,5 stigum undir meðallagi október alls (4,4 stig á viðmiðundartímabilinu).
Segjum að evrópureiknimiðstöðin hafi rétt fyrir sér og meðalhitinn þessa síðustu 8 daga verði 4 stig í Reykjavík - það gæfi 32 punkta og heildarpunktafjöldi mánaðarins yrði 238 - meðalhiti 7.6 stig, sama og 1959 og 2. til 3. sæti niðurstaðan.
En nú er það svo að meðalhiti í október hefur ekki náð 7 stigum síðan 1965 (7,04 stig þá) - hitasumma 218,2 punktar. Enn vantar „okkar“ október 12 punkta upp á 7 stiga meðaltalið - meðalhita upp á 1,5 stig þessa 8 daga sem eftir eru. Það er sæmilegur möguleiki á því. En þó er möguleiki á að klúðra 7 stigunum kólni rækilega í veðri (munum líka að dagar þegar meðalhiti er undir frostmarki draga punktafjöldann niður).
En að undanförnu hafa októbermánuðir ekki verið sérlega hlýir, sá hlýjasti á öldinni til þessa, 2010, gaf okkur 6,31 stig - 195,5 punkta. - Við erum nú yfir þeirri tölu og þurfum frost einhverja daga til að komast niður fyrir hana (alveg mögulegt enn).
Enn allir þessir möguleikar hér að ofan eru enn innan rýmilegra líkindamarka - met eru enn ekki alveg út úr myndinni - en færast smám saman út úr henni þegar svalir dagar fara að koma hver á fætur öðrum.
Líkar þettaSýna fleiri viðbrögð
Skrifa ummæli
Ummæli
Trausti Jónsson Þeir sem hafa gaman af fótbolta fylgjast með leiknum - hinir heyra um úrslitin að honum loknum - ef þeir vilja.
Pálmi Freyr Óskarsson
Skrifaðu svar...
Emil H. Valgeirsson 8 stigin eru alveg út úr myndinni, en við förum varla að klúðra 7 stigunum.
Trausti Jónsson Spárnar eru í augnablikunu að verða kuldalegri - kuldaliðið leikur framar á vellinum - þannig að þetta verða spennandi lokamínútur.
Pálmi Freyr Óskarsson
Skrifaðu svar...

Engin ummæli:

Skrifa ummæli