þriðjudagur, 1. nóvember 2016

Frostlausir októbermánuðir eru ekki algengir hér á landi - óþekktir reyndar á flestum veðurstöðvum. Enginn október hefur verið frostlaus á öllum veðurstöðvum í byggð. Líkur á slíku eru reyndar minni á síðari árum heldur en áður var vegna fjölgunar veðurstöðva.
Þegar þetta er skrifað (18. október) er talið ólíklegt að núverandi októbermánuður nái að bætast í hóp þeirra frostlausu á mörgum stöðvum - þrátt fyrir mjög góðan gang fram að þessu og áfram næstu daga. - En hlýindin eru sæmilegt tilefni til að rifja upp frostleysur.
Í viðhenginu (sjá blogg hungurdiska) er listi sem sýnir á hvaða stöðvum og í hvaða októbermánuðum hefur verið frostlaust. Þar má sjá að október í fyrra (2015) var frostlaus á 10 stöðvum. Einnig var víða frostlaust í október 2010. Október 1975 og 1976 voru einnig óvenjulegir hvað þetta varðar.
Síðast var frostlaust allan október í Reykjavík 1939, en október 1915 var frostlaus á Vífilsstöðum (þar var lágmarkshiti mældur) og líkur eru á að einnig hafi verið frostlaust niðri í bænum (þar mældist aldrei frost í mánuðinum). Lágmarksmælingar voru einnig gerðar á 9. áratug 19. aldar og þá var október 1882 frostlaus í Reykjavík (þá voru hins vegar tvær frostnætur í september).
Á hinum endanum - þess má geta að árið 1981 voru frostmætur í Reykjavík í október 25 - og 26 voru þær í október 1835.
Líkar þetta
Skrifa ummæli
Ummæli
Sigurður Þór Guðjónsson Í október 1963, sem ekki var neitt sérstaklega hlýr, var lágmarkshitinn í Reykjavik 0,0°. Er það frost eða frostleysa?
Trausti Jónsson Það er álitamál - hvað finnst þér?
Sigurður Þór Guðjónsson Mér finnst það ekki vera frost. Og Veðráttan segir otóber 1963 með engan frostdag.
Pálmi Freyr Óskarsson
Skrifaðu svar...
Trausti Jónsson Þessar árstíðaspár eru allmennt séð della - en það er þó ekki hægt að treysta því að þær séu rangar. - Gróflega séð er þetta spá evrópureiknimiðstöðvarinnar sem danir eru að sýna.
Pálmi Freyr Óskarsson
Skrifaðu ummæli...

Engin ummæli:

Skrifa ummæli