Meðalhiti októbermánaðar til þessa (18.sólarhringar) í Reykjavík er 9,1 stig, jafnhár og var 2010 en nokkru lægri en á sama tíma 1959.
Það má kannski minna á að þá voru Alþingiskosningar seint í mánuðinum - rétt eins og nú. Kannski að það sé ylurinn frá þeim sem gleður svona hitamælana. Eftir kosninganar 1959 gerði leiðindatíð um tíma - en árið 1960 var hins vegar eitt þeirra bestu.
Á Akureyri er meðalhitinn nú 8,4 stig - eru þar 3 mánuðir fyrir ofan á sama tíma mánaðar. - Úrkoman í Reykjavík hefur mælst 139 mm sem er meira en áður á sama tíma í mánuðinum, en er 10 mm á Akureyri - tæplega þriðjungur meðallags. Sólskinsstundafjöldi hefur sjaldan verið minni í Reykjavík - en þó nokkrum sinnum.
Ársmeðalhiti til þessa í Reykjavík er nú kominn upp í 7. sæti á 68-ára listanum með 6,54 stig, hæst er 2010 með 7,20 stig á sama tíma. Á Akureyri er árshitinn í 14 sæti 68-ára listans, en í því 6. á Dalatanga.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli