þriðjudagur, 1. nóvember 2016

Síðastliðna nótt (aðfaranótt þess 25. október) saxaðist nokkuð á „frostlausa listann“ - en þó eru enn á honum um 60 sjálfvirkar stöðvar. Sáralitlu munaði að frostlausa tímabilið endaði í Reykjavík, (lágmark næturinnar var +0,2 stig), það er nú orðið 179 dagar að lengd - og lengra hefur það ekki orðið síðan 1939 - þá varð það 201 dagur (næst ábyggilega ekki nú). Ekki hefur enn orðið alhvítt í Reykjavík í haust - og ekki síðan 19. apríl í vor.
Líkar þettaSýna fleiri viðbrögð
Skrifa ummæli

Engin ummæli:

Skrifa ummæli